Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 10

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 10
Pípureykur á jólaföstu I púsund ára sveitaporpi Kaffidrykkja og pípureykur Það er fyrst á Rangárbökkum, að unnt er að slaka nokkuð á taumum. Allar Drautir frá Skálholti austur að Ægis- slðu eru hálar sem gler. Þaðan er vesturbakkinn auður og greiður. Síra Arngrímur horfir eftir áttrœðum vini, Þorgilsi á Ægissíðu, stika norður tún sitt. Hann er einn orðinn í bœ sínum, segir síra Arngrímur, og þó ekki einn. Jesús er hjá honum. Sira Arngrímur er kunnugur á þessum bœjum. Hér voru áður sóknarbörn hans. Þau hafa raun- ar týnt tölu sinni mjög. Sums staðar er orðið fátt á bœjum. Annars staðar er komið nýtt fólk. Nú er Kirkjuhvoll ekki lengur prest- setur í Þykkvabœ. Gamla húsið, sem þeir bjuggu í síra Sveinn Ögmunds- son og sira Magnús Runólfsson hefur verið selt og nýtt hús keypt eða reist þess I stað. Þó býr sóknarpresturinn ekki I því húsi, því að það er honum óhentugt. Hann býr I húsi skólastjor- ans, gegnt kirkjunni. Það er gott að komast I húsaskjólið úr norðannepl' unni. Þrir brœður saman komnir undir einu þaki — og Jesús sá fjórði. Þvl hefur hann heitið að koma á slikar samkomur. Verði það, sem sagt er °9 296

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.