Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 12

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 12
— Ég fór einu sinni tii skólameist- ara og œtlaði að róðfœra mig við hann um mína framtíðarstefnu, œtlaði jafnvel að reyna að fó hjólp hjó hon- um til þess að komast í framhalds- nóm til útlanda. Þó tók hann mér hreint og beint illa, skammaði mig og sagði: ,,Ég hlusta ekki ó yður, þér eigið að vera prestur." —- Hann var ekki til viðfals um neitt annað. — Það var nú svo einkennilegt, að skólameistari gerði töluvert í þvl a. m. k. ó okkar tlð fyrir norðan, hygg ég vera, að hvetja menn til þess að fara í guðfrœðideild, segir síra Arngrímur. — Sérstaklega í guðfrœðideild? spyr sunnanstúdent. — Jó, anzar sami stra Arngrímur. — Og þó var það þetta, sem vakti fyrir honum, að hvar sem prestar vceru, þó vœru þeir nokkurs konar stoðir menningar I stnu sveitarfélagi. Upp úr því lagði hann gríðarlega mik- ið. Ef um var að rœða einhverja sér- staka íslenzkumenn, sem hann hafði uppóhald ó, þó var hann að ýta þeim út í prestskap m. a. vegna þess, að hann var þó að gera sér vonir um, að þeir yrðu sœmilegir rœðumenn a. m. k. að málfari. — Ég fékk töluverða hvatningu hjá einum kennara mínum viðmennta- skólann á Akureyri, segir síra Kristján. — Hann hvatti mig mikið til þess að fara t eitthvert nám, þar sem ég hefði not af ritfœrni minni, sagði, að ég gceti orðið rithöfundur, blaðamaður, listgagnrýnandi eða eitthvað þess háttar. Og ég varð mjög upptekinn af þessu á tímabili og hafði mikinn áhuga á að fara utan og nema list- frceði. Það var Sigurður Pálsson, enskukennari, sem þarna var að verki. Hann lánaði mér þá alls konar fagur- frœðilegar bókmenntir á ensku, og það þýddi ekkert fyrir mig annað en lesa þetta, því að hann hlýddi mér venjulega yfir það. En þetta fór nú þannig, að ég hafn- aði í guðfrœðideildinni. Og þar lenti ég í því sama og margur annar. Það er sama á hvern veg bernskumótunin hefur verið eða hver barnatrúin er, sem menn koma með í guðfrceðideild- ina. Það er yfirleitt gengið svo fra henni, að ekki stendur steinn yfir steini. Þannig fór með mig á tíma- bili, að ég var alveg ráðvilltur í guð- frœðideildinni, — vissi ekki, hvað ég átti að gera, var alveg að gefast upp- Það hvarflaði að mér á tímabili að hcetta, en ég þráaðist þó við og hugs- aði þá, að þótt ég lyki prófi þyrfti ég ekki endilega að fara út í prestskap. —- En svo fór það nú þannig, að ég fór út I prestskap strax að loknu nám' og sá reyndar ekkert eftir því. Síra Arngrímur heldur, að nokkuð margir hafi þá sögu að segja, að guð- frœðideildin yrði þeim öðru vísi en þeir bjuggust við. Og síra Kristján heldur áfram: Það, sem mér fannst helzt að í guðfrœði- deildinni, — ef ég á að vera alveg hreinskilinn, var, að mér þótti hun dálítið ófrjó. Hún bjó okkur allt of lítið undir sjálft starfið. Við vorum þarna gutlandi á einhverjum frceði- mennskumiðum og urðum þó engir frœðimenn. Hins vegar var þetta raun- hcefa, sem beið okkar, prestsstarfið sjálft, látið sitja á hakanum. Síra Arngrímur: Já, það er líkleg0 af þvl, að guðfrceðideildin hefur 298

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.