Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 15

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 15
— Nei, alls ekki. Mér fannst Rauf- arhafnarbúar vera sérstaklega um- burðarlyndir. Auðvitað hleypur maður alls konar gönuskeið, þegar maður er að byrja sinn prestskap. Ég tók starfið afskaplega hátíðlega. Mér fannst, að ég þyrfti að ganga þannig frá þeim þarna á örstuttum tíma, að þeir vœru ekki í neinum vafa um kristindóminn, ekki eitt einasta atriði í honum, og predikaði mjög strangt og stritt. En þeir umbáru þetta af mikilli elskusemi. Hins vegar var árangurinn ekki eftir því. Daginn eftir trinitatismessu, þeg- ar ég hafði predikað um Heilaga þrenningu og útskýrt hana að mínu viti frábœrlega vel, hitti ég einn góð- an vin minn. Hann klappaði mér á óxlina og sagði: ,,Lítið vissi ég um Heilaga þrenningu fyrir gœrdaginn, ®n minna veit ég nú." — Og ég er alltaf þakklátur fyrir þá ábendingu. En veran þar í þorpinu í eitt ár og þetta nána samfélag, þar sem prestur þurfti ekki að óttast neina einangrun, var ákaflega góður undirbúningur þess að fara á Siglufjörð. Á þeim ár- Urn var Siglufjörður talsvert fjölmenn- ari bcer, en hann er nú. Það liggur við, að þá vœri um þúsundi fleira þar, en nu er. Þá var SigIufjörður með stœrri Prestaköllum á landinu, og þótt síldin Vceri farin að bregðast, snerist þar er>n allt um slld. — Svo það hefur ekki verið lítið ' ^ang fœrzt að fara til Siglufjarðar? — Nei, en hins vegar hafði ég lœrt ^eil býsn á því að vera á Raufarhöfn °9 var miklu betur undir það búinn QS fara á Siglufjörð eftir veruna þar. ^egar ég hugsa um það núna, þá ^efði ég ekki kœrt mig um að fara beint frá prófborði á Siglufjörð. Hins vegar eru Siglfirðingar og hafa alltaf verið nokkuð kirkjurœknir, og það er að sumu leyti gott að vera prestur þeirra. — Var kirkjusókn þó meiri á Rauf- arhöfn? — Hlutfallslega var hún miklu betri. — Hvað var í stuttu máli ólíkast við Siglufjörð og Raufarhöfn á þeim árum? — Fyrst og fremst var það nú fjöl- mennið. Og þó er fólk mjög ólíkt á þessum stöðum. Siglfirðingar eru í raun og veru miklu meiri heimsmenn, heldur en fólk, sem hittist annars stað- ar á landinu. Þeir eru ákaflega léttir, og að ýmsu leyti er Siglufjörður kannski einhver suðrœnasti bœr á landinu. Það er mjög léttur andi í bœnum. Siglfirðingar eru örir og tals- vert opnir. Þeir eru fljótir til kynna, en að vísu kynnist maður þeim e. t. v. ekki eins vel og fólki á öðrum stöð- um. Það er einkenni á Siglfirðingum, að eftir stuttan tíma á staðnum er unnt að þekkja obban af fólkinu. — Þeir eru líklega líkari Skagfirð- ingum en Eyfirðingum, segir síra Arn- grímur. — Já, þeir eru fljótteknir að vissu marki. Hins vegar voru Akureyringar afar seinteknir, en vœri unnt að kynn- ast þeim, voru talsverðar líkur á, að þeim mœtti kynnast vel. En það er nú margt breytt á Akureyri. Hún komst til skila samt — Hvað varstu annars lengi á Siglufirði? 301

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.