Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 16
— Ég var í þrjú ár á Siglufirði og
síðan í sex ár á Akureyri, þannig, að
ég hafði þjónað í rétt tíu ár, þegar ég
sagði af mér prestskap sumarið 1960.
— Einn prestur, sem var á sínum
tíma í Þingeyjarsýslum, sagði mér, að
Þingeyingar vœru að þvi leyti góðir,
að þeir vceru ekki frábitnir því að
rœða predikun presta. Gcetti þess eitt-
hvað á þínum slóðum?
— Ég býst við því, að töluvert
hafi verið rcett um predikanir presta,
bœði á Raufarhöfn og þá ekkert síður
á Siglufirði. Mér fannst alltaf vera þó
nokkuð rœtt um predikanir á Siglu-
firði. Þess vegna var ekkert að óttast,
þótt ekki vœru ýkja margir í kirkju
þar, þegar prestur œtlaði að halda
dálítið kraumandi rœðu. Hún komst
til skila samt. Akureyringar eru dulari.
Þó vissi ég það, að þetta var til þar.
Það kom einnig fyrir þar, að hringt
var til prestsins út af predikun, ýmist
til að þakka fyrir eða gera athuga-
semdir. Sums staðar í Þingeyjarsýsl-
um rœða menn hins vegar predikanir
þó nokkuð sín í milli, og á einum stað
vissi ég til, að þeir voru reiðubúnir
að rœða hin og þessi atriði við
prestinn strax eftir messu.
— Þannig að sinnuleysis hefur lítið
gœtt?
— Ég held, að sinnuleysi í trúar-
efnum hafi ekki verið mikið á Norður-
landi. Annað mál er það, að þar er
mjög algengt að hitta fólk, sem ekki
er kirkjulega sinnað, en það er ekki
sinnulaust um trúmál.
Ég hef oft sagt það um íslendinga,
að þeir vœru kannski með trúaðri
þjóðum. En þeir trúa á sína vísu, og
gera ef til vi11 minna með boðskap
okkar prestanna.
— Þeir hafa sína eigin Guði?
— Já, þeir hafa sína Guði, en þeir
trúa.
Alltaf við grœna borðið
— Þessi ár fyrir norðan fœrðu mér
bœði súrt og sœtt, eins og gengur,
segir síra Kristján. En ég hef enga
ástœðu til að vanþakka það. Eins
langar mig þó að geta í sambandi
við starf mitt á Akureyri.
Prestar í slíkum fjölmennis presta-
köllum hafa í raun og veru alltof mik-
ið að gera. Þeir hafa ekki tíma til þess
að byggja sig upp. Þeir hafa ekki
tíma til að lesa. Þeir hafa ekki tíma
til að undirbúa predikanir sínar nógu
vel. Þeir eru í þeirri hœttu að verða
ekki ferskir. Auk þess er það takmark-
að, hvað mannleg heilsa getur þolað
það álag að vera stöðugt í sviðs-
Ijósinu. Það er óskaplegt álag fyr'r
prest að fara kannski varla úr hemp-
unni frá morgni til kvölds, vera að
skíra og gifta og messa nœstum fra
morgni til kvölds, eins og kemur fyr,r
á hátíðum, — vera sem sagt aIItaf
eins og miðpunkturinn í þvl, sem er
að gerast.
Og nú er það þannig með miQi
að ég er að eðlisfari ákaflega hle-
drœgur. Þó á ég ekki von á því, a^
þess gœti yfirleitt. Ég hef viðrað þeda
þó nokkuð mikið af mér, en það cr
allmikil áreynsla samt og eins rnikil,
þótt hún liggi ekki í augum uppi-
— Þetta er sífellt próf að vera
prestur.
302