Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 17

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 17
— Það er það. Það er eins og að vera alltaf við grœna borðið. — Þú álítur þá, að fjarstœða sé að hafa fimm þúsund manns í einu Prestakalli, eins og hér er gert ráð fyrir í fjölmenni? ■— Mér hefur alltaf fundizt, að svo vœri. í raun og veru hefur mér alltaf fundizt, síðan ég var prestur á Akur- eyri, að ekki vœri hœgt að stunda það af neinu viti, sem prestur á að stunda, í prestakalli af slíkri stœrð. Presturinn er þar að mjög vafasömu 9Qgni. Hann verður nauðsynlegur serímóníumaður, og starfið verður vél- rcent. Allt gengur eins og á fœribandi. .'Verskú, nœsti" Aftur á móti hverfur það í skuggann og ýtist til hliðar, sem a að vera aðalstarf prestsins. Og það er boðunin, — á öllum þeim mörgu sviðum, sem hœgt er að stunda hana. — Persónulegt samband verður nattúrlega af skornum skammti og s^iptir þó svo gífurlega miklu máli., SeQir síra Arngrímur. Já, það er saft, anzar síra Kristján. Síðan bœtir hann því við, að reynsl- aa af preststarfinu hafi verið orðin þegar hann fór frá Akureyri, að hann hafi verið ákveðinn í þvi að fara ut í prestskap framar. Hann seg- Qð þá hafi einnig verið byrjuð í °num ólga, sem síðar hafi raunar þróazt miklu meira. „kerfiS" og ferminguna , Ég var þá orðinn óánœgður með ^mislegt í ,,kerfinu" og starfinu, segir ann. Eitt var það einkum, sem þá strax var orðið mér pínulífið erfitt — og hefur verið það síðan, og það er fermingin. — Þótti þér hún vera til lítils? — Ég hef aldrei séð neinn tilgang í fermingunni, eins og hún er fram- kvœmd. Mér hefur fundizt fermingin vera nœstum siðgœðislega villandi. Það er verið að taka hálfgert loforð af fermingarbörnunum, sem engum dettur i hug að taka hátíðlega, hvorki presfinum, börnunum né aðstandend- unum. Mér finnst það nœstum brjóta í bága við almenna siðgœðiskennd að vera að gefa slíkar yfirlýsingar. Ekki vildi ég þó ganga svo langt að fara fram á, að fermingin yrði felld niður að öllu leyti. Hins vegar vildi ég, að henni yrði breytt og hún túlkuð á annan hátt. Ég var miklu ánœgðari með ferminguna í lúthersku kirkjunni vestan hafs. Þar er fríkirkja, og það var ekki eins sjálfsagt, að börnin fermdust. Það var meira að baki hjá þeim, sem komu fil ferming- ar. Þau vissu út í hvað þau voru að ganga og gerðu það af fúsum og frjálsum vilja. Þeim var alvara, og þau œtluðu sér að standa við ákvörð- un sína. En fermingin þar var einnig túlkuð þannig. að eingöngu var lögð áherzla á, að þeir, sem fermdust, vceru að verða fullgildir safnaðar- menn. — Og þá hefur verið œtlazt til þess, að þau yrðu starfandi kristnir menn í kirkjunni, segir sira Arngrímur. Og þegar því er játað, heldur hann áfram: — Hitt er annað, að eitt skiptir miklu máli í þessari fermingu hjá okkur, þótt ýmislegt sýnist fara úr- skeiðis, og það er uppfrœðingin. 303

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.