Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 21
Hins vegar krafðist þetta gífurlegr- ar vinnu fyrstu mánuðina og fyrsta árið. Góð skikkan — og lambabókin Aðspurður segir síra Kristján frá því, að líkrœður af því tagi, sem tíðkast á íslandi, þekkist lítt vestra, heldur sé flutt örstutt hugvekja eða predikun við útfarir. Er þá ekki venja að fjalla um œvi hins látna nema hann hafi á einhvern hátt unnið gott starf fyrir söfnuð sinn eða kirkju. Slíkt má ,,með 9Óðri skikkan útmála," svo að notað sé orðalag síra Arngríms og annarra 9óðra manna. Að öðru leyti skal jarð- arför ekki taka lengri tíma en hálfa klukkustund þar vestra, enda eru slík- ar athafnir, að sögn Kristjáns, í flestu ólíkar því, sem hér gerist. Sáralítið kveðst síra Kristján hafa Predikað á Islensku þar vestra. Þótt söfnuðurinn vœri upprunalega ís- lenzkur, er hann nú svo blandaður fólki af ýmsu þjóðerni, að íslenzka ^entar þar ekki. Hann kveðst hafa varið miklum tíma til lesturs á ensku fVrst í stað, til þess að auðga mál sitt °9 orðaforða, en málið varð ekki til trafala nema fáeina fyrstu mánuði. tfins vegar var svo margt af eldra fálki í prestakallinu, sem kunni ís- ^enzku, að heita mátti föst venja að ^össa tvœr íslenzkar messur á ári fVrir það. Þá var því safnað á einn stað úr öllu prestakallinu. Síðan var ^yrjað með messu, en kaffi drukkið a eftir og gjarna haft eitthvað Is- jenzkt með kaffinu, kleinur, smurt rauð með rúllupylsu eða eitthvað Pess háttar. Síðast var svo endað á að syngja gömlu íslenzku œttjarðar- lögin og annað gott upp úr „lamba- bókinni," sem þar var kölluð. Þessar íslenzku messur voru alltaf tilhlökkun- arefni. — En þetta varð ég að hafa alveg aukalega, segir síra Kristján. Ég var ráðinn upp á að messa á þrem kirkj- um á hverjum sunnudegi, og þegar ég hafði Islenzka messu, mátti ég ekki valda truflun á því. Hún varð því fjórða messan og venjulega kvöld- messa. Prestur, — en ekki einn — Voru söfnuðirnir þar vestra óllkir þeim söfnuðum, sem þú hafðir þjónað hér heima? — Jú, þeir voru það að mörgu leyti og þá einnig starfið. Þarna fer náttúrle'ga engin trúarbragðafrœðsla fram I skólum. Kirkjudeildirnar eru allar fríkirkjur, svo að söfnuðurnir sjálfir þurftu að standa undir allri trúarbragðafrœðslu fyrir börn og unglinga. Hún fór fram 1 sunnudaga- skólum. Prestur, sem messar þrisvar til fjórum sinnum á sunnudegi, hefur náttúrlega ekki tima né aðstöðu til þess að sjá um sunnudagaskóla. Hann getur ekki einu sinni komið I skól- ann. Sunnudagaskólastarfið er því algerlega borið uppi af leikfólki úr söfnuðunum. Það eru sjálfboðaliðar, sem taka þetta að sér. Fólkið sýndi ákaflega mikla fórnfýsi við þetta starf. Hins vegar gat starfsfólk sunnudaga- skólanna haldið sína fundi með presf- inum. Þar var frœðslan rœdd og presturinn spurður ráða, fengin hjá honum hjálpargögn og þess háttar. 307

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.