Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 23

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 23
Trúarlíf og preststarf me8 öðrum svip — Hvað um trúarlífið í söfnuðun- um? — Trúarlífið hefur annan svip þar en hér. Ég er ekki að segja, að þetta fólk sé trúaðra. Þegar einstaklingur gengur í söfnuð í Kanada, þá verður hann að gera sér Ijóst, að allt starfið byggist á samstarfi einstaklinga og náttúrlega á framlagi einstaklingsins einnig. Að vísu eru alltaf til ein- hverjir óvirkir eða lítt virkir félagar, en það er hœgt að gera kröfu og er 9erð krafa til safnaðarfólks um, að Það starfi. Og þetta er mjög gott. Afleið ingin af þessu er sú, að þetta verður svo eðlilegt. Fólki verður eðli- 'egt að taka lifandi þátt í safnaðar- sfarfinu og líka messunni sem slíkri. °g þó að söfnuðurnir séu ekki ríkis- styrkt fyrirtœki að neinu leyti, þá er Það nú þannig t. d. í Kanada, að það Þykir betra, að maður, sem velst til °pinberra starfa, sé kirkjumaður og ^elzt góður kirkjumaður. Slíkt þykja eneðmœli. Ég þurfti að gefa út fjölda vottorða á hverju ári um ungmenni, sem voru að fara f alls konar sérnám °g skóla. Og stofnanirnar, sem með- ^celanna óskuðu, sendu yfirleitt sPurningalista sfna til prestsins. Eitt af þvf, sem þar var spurt mjög mikið Upn, var, hvort unglingurinn hefði tek- v'rkan þátt í kirkjustarfi. — í þessu stóra samfélagi er sem s® gott að vera kristinn? Það fer gott 0rð af kristnu fólki? Það er gott að heyra. — Já, slíkt þykir mjög jákvœtt. AAargjr mjög mikils virtir menn, svo sem Defenbaker forsœtisráðherra, sem var babtisti, að mig minnir, tóku oft opinberlega þátt í guðsþjónustum. Það kom oft fyrir, að hann las pistil eða ritningagrein í sinni kirkju. Hon- um þótti ákaflega vœnt um að fá að auglýsa það, að hann var kristinn maður og kom því mjög oft dð, að honum vœri þetta alvörumál. Sfra Arngrímur spyr, hvort þá hafi ekki jafnframt verið gerðar meiri kröf- ur til prestsins. — Það eru gerðar miklu meiri starfskröfur til prestsins. Á sóknar- nefndarfundunum, sem haldnir eru í hverjum mánuði, verður presturinn að gefa skýrslu um starf sitt. Vitanlega tók það mig þó nokkuð langan tfma að komast inn í þetta og átta mig á þessum nýju kröfum, sem gerðar voru til prestsins, og þetta gekk nú svona í þófi fyrir mér í fyrstu, en þegar ég kom aftur til Kanada f seinna skiptið, þá fann ég, að þetta var orðið mér miklu eiginlegra. Ég skipulagði minn vinnudag yfir- leitt þannig, að ég var á skrifstofu minni í skrúðhúsinu fram að hádegi. Þar gátu allir komið, sem vildu tala við mig, en þar gat ég einnig unnið við skriftir, afgreiðslu bréfa og skýrslugerðir og jafnframt lesið. Á námskeiðunum, sem prestar sóttu, var mikil áherzla lögð á, að prestar yrðu að endurnýja sig, það yrði að vera hlúti af starfi þeirra að lesa. Eftir hádegi var ég að jafnaði við ýmis erindi úti í prestakallinu fram að kvöldmat. Kvöldin voru hins vegar til eigin nota, nema þegar fundir voru. Sóknarnefndarfundir voru t. d. yfir- leitt á kvöldin. Einn, dagur í viku, mánudagur, var algjör frídagur prests- 309

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.