Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 24
ins. Þá átti ekki að ónáða prestinn
nema í lífsnauðsyn. Prestar hafa þar
einni'g sumarfrí, sem skal ná yfir fjóra
sunnudaga á ári. Með lagi má teygja
það hátt í sex vikur. Og til þess var
œtlazt, að prestur fœri burt úr presta-
kallinu í því fríi. Það þótti betra, að
prestur léti ekki vita af, hvar hann
vœri. Þá var engin freisting fyrir söfn-
uðinn að fara að kalla í hann, þótt
eitthvað kœmi fyrir.
Undarlegt samfélag presta
Frú Auður Guðjónsdóttir, prestsfrú
Þykkbceinga, er komin í stofuna fyrir
löngu. Hún leggur lítt til mála, en
bollaglam og skála hefur aukizt, og
köttur og börn eru á hcelum henni og
kringum hannyrðahnykla hennar. Nú
leggur hún orð í belg og spyr mann
sinn, hvort honum þyki ekki þess vert
að minnast á fundi þeirra prestanna
1 bœnum.
— Jú, anzar hann. Þá œtlaði ég
að nefna. Ég var eini lútherski prest-
urinn á stóru svœði, því að lútherska
kirkjan í Kanada er svona frekar
minnihluta kirkja. Hins vegar var fjöl-
mennasti söfnuðurinn í Glenboro
presbyterianasöfnuður. Ennfremur var
þar anglikanasöfnuður, sem var fá-
mennastur safnaðanna. Auk þess
stofnuðu svo rómversk-kaþólskir söfn-
uð þar í bcenum, á meðan ég var þar,
en þeir höfðu enga kirkju, heldur
fengu afnot af okkar kirkju einu sinni
í mánuði.
Fólk úr þessum söfnuðum bjó þarna
náttúrlega hvað innan um annað, og
til þess nú, að við vcerum ekki að
rekast á eða fara hver inn í annars
verkahring, þá ákváðum við prestarn-
ir, að hafa reglubundna fundi með
okkur. Við komum saman einu sinni
í hálfum mánuði og þá að jafnaði
í skrúðhúsi lúthersku kirkjunnar í
Glenboro. Þar byrjuðum við að
jafnaði á því að rceða starfið, sögðum
frá því, sem við höfum verið að gera
eða höfðum í hyggju, bárum saman
bœkur okkar, til þess að ekkert rœkist
á. En síðan óx þetta miklu meira,
þannig að við fórum einnig að rceða
guðfrœðileg ágreiningsefni og gerð-
um þá grein fyrir skoðunum kirkju-
deilda okkar á ýmsum efnum og
skýrðum þcer. En við deildum aldrei
um þau efni. Við vorum í upphafi
undir það búnir og sammála um það
að vera ósammála. Við lögðum vilj"
andi sérstaka áherzlu á þau atriði,
sem við vissum, að ágreiningur var
um, til þess að engin hcetta vœri á,
að hver fceri að sœra annan af klaufa-
skap. Við vissum því nákvœmlega,
hvar við stóðum, og gátum virt hver
annars sjónarmið.
Út frá þessu myndaðist svo ýmis-
legt samstarf milli okkar, sem meira
að segja var komið svo langt, að við
vorum í alvöru farnir að rœða um að
stinga upp á því við yfirvöld, að ger®
yrði tilraun með nokkurs konar presta-
miðstöð á staðnum, þar sem við störf-
uðum saman og gcetum þá e. t. v-
sérhœft okkur að einhverju leyti. Þ0
hefði einn t. d. getað tekið að sér
lestur og predikunarstarf, annar hefð'
getað sinnt gömlu fólki og sjúkrahus1,
þriðji ceskulýðsstarfi o. s. frv., fjórði
húsvitjunum og fleiru.
310