Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 25
Samstarfið var sérstaklega gott ó milli okkar. Um það ó ég einhverjar yndislegustu minningarnar að vestan. Og dr. Olson — Þú hefur ekki ótt kost ó samfélagi við aðra presta að jafnaði en þessa? — Nei, þetta voru nónustu vinir mínir úr prestastétt, þótt þeir vœru úr öðrum kirkjudeildum. Ég var þarna nokkuð einangraður. Hins vegar hitti ég lútherska starfsbrœður á svœða- fundum og kirkjuþingum og eins í Winnipeg, þegar ég skrapp þangað, en ég get ekki sagt, að ég hefði mjög náið samband við neina af þeim, nema þá helzt síra Valdimar Eylands °9 forseta Mið-Kanada-kirkjufélags- ins, dr. Olson, sem kom oft til okkar. Hann fór ákaflega mikið á milli presta °g talaði við þá. Það var alltaf jafn 9ott að fá hann í heimsókn. ■— Það hafa ekki verið skyldu vísi- tasíur eða slíkt? -— Nei, hann hringdi gjarna eða skrifaði og sagði, að sig langaði að koma. Tilefnið var þá hitt og þetta. ^enjulega predikaði hann þá einnig njá okkur. Fór með prestinum um kall- 'ð, rabbaði við sóknarnefndir og kynnti sér starfið. Ef eitthvað var, sem ^onum fannst, að betur mœtti fara, þá gat hann um það. Ef hann var serstaklega ánœgður með eitthvað, Þó þakkaði hann fyrir það. Þá eyddi óonn einnig miklum tíma í að tala við Prestinn og spyrja hann, hvort hann ^efði einhver vandamál sjálfur, hvort unnt vœri að gera eitthvað fyrir hann, Málpa honum á einhvern hátt. — Er þá starf hans mikið fólgið í slíkum heimsóknum? Það er ekki skrifstofuvinna? — Já, hann hefur feikna mikla skrifstofuvinnu líka, en þetta kemur þar á ofan. Starfið er nœstum ó- mennskt að stœrð, eins og hann hefur rœkt það. Fermdi saman móður og son Síra Kristján segir, að raunar hafi nú ýmislegt verið í kirkjulífi þar vestra, sem honum féll ekki við, einkum fram- an af. Sumt varð hann aldrei með öllu sáttur við. En hann segir, að hitt hafi þó verið miklu fleira, sem honum féll mjög vel. Sérstaklega kveðst hann hafa fundið það, þegar hann kom I seinna skiptið vestur, þá orðinn hag- vanur, svo að hann gat gengið beint að starfinu af fullum krafti. Það, sem honum féll ekki, voru einkum ýmsar hefðir bundnar ákveðnum athöfnum, svo sem hjónavígslum. Þœr segja þau hjón, að séu meiri háttar „sýningar" þar vestra með nákvœmum œfingum eða gerfigiftingum að undanfara. Út- fararsiðir voru hins vegar sérlega ein- faldir og eðlilegir, eins og áður er getið, og síra Kristján segist gjarna geta hugsað sér, að útfararsiðir á ís- landi breyttust eitthvað í þá átt. Um ferminguna bœtir hann því við, að þar vestra hafi ákaflega lítið verið utan um hana. Stundum var kannski ein- hver smávegis dagamunur gerður á heimilum, og þó var það ekki alltaf. — Einu sinni heimsótti ég hjón, sem ég þekkti vel, — œtlaði að sýna þeim vináttuvott eftir fermingu. Hús- 311

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.