Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 30

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 30
A tröppum Frelsis kirkju að Grund, Argyle, Manitoba. Frelsis kirkja er nú elzt íslenzkra kirkna í Manitoba og varðveitt sem sögulegt minnismerki. Með sr. Kristjáni eru hjónin Þór- hildur og Björn Johnson, en Björn var um langt skeið forseti Argyleprestakalls. áhugamál sitt sé að reyna að taka saman nokkuð heillega kirkjusögu Vestur-íslendinga. Aðspurður segir hann, að einna erf- iðast á þessum ferli hafi verið að koma heim að nýju. Honum þótti grund'völlurinn svo ólíkur. Að vísu kveðst hann hafa séð marga ókosti á fríkirkjum, en honum er orðin su meginregla, að kirkjan sé frjáls, ákaf- lega stórt atriði. Honum finnst sá fjár- hagslegi bakhjarl, sem íslenzkir söfn- uðir hafa í ríkisvaldinu, lama frum- kvœði þeirra. Síra Arngrímur hallast að nokkru á sömu sveif. Hann segir, að ríkis- valdið hafi ekki einungis verið fjár- hagsbakhjarl kirkjunnar, heldur hafi það haldið henni niðri. Hún geti ekki þróazt í svo miklum böndum, sem a hana séu lögð hérlendis, En hann tel- ur, að svo þurfi ekki endilega að vera þar, sem þjóðkirkja er. Og því játar síra Kristján. Síðan bœtir hann því við, að hann sakni mjög náttúrunnar þar vestra, — umhverfisins og veðrátf- unnar, sem hann segir, að hafi hent- að sér afar vel. — Það var a11s ekki átakalaust að taka ákvörðun um að fara heim, °g kannski hefur það háð mér í starfi að ýmsu leyti, að ég hef aldrei flutt heim, segir hann. — Mér finnst gott að starfa hér, og ég hef ekki verið annars staðar á íslandi, þar sem mer hafi fundizt betra að starfa. Hér er mikil tryggð við kirkjuna, og fó1 k her hefur sýnt fram úr skarandi fórnar- lund við uppbyggingu kirkjunnar. ' En í þessa sögu blandast svo sitthvað sem ekki verður sett á blað. 316

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.