Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 32

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 32
Eitt er það hér, sem mér þykir ástœða til að nefna. Það gladdi okkur hjónin mjög að kynnast því. Það var gerð ný girðing kringum kirkjugarð- inn, eftir að kirkjan var byggð og lokið við hana í sumar. Síðan kom- umst við að raun um, að það hefur verið siður hér I Þykkvabœnum, að ákveðinn dag eða kvöld á miðju sumri kalli formaður sóknarnefndar saman fólk úr söfnuðinum. Og þá er kirkjugarðurinn sleginn og rakaður og snyrtur á einni kvöldstund eða dag- stund. Og til þess kemur múgur manns, konur, karlar og börn, og allir hjálpast að við þetta. — Það er ákaflega skemmtilegt að sjá þetta, segir frúin. Það verður eins og lítil samkoma i garðinum. — Annað er það einnig, sem mig langar til að minnast á hér, segir prestur, því að ég tel það mjög til fyrirmyndar. Það er það samstarf og sá samfélagsandi, sem er milli presta hér í prófastsdœminu. Þau hjón eru sammála um, að slíku hafi þau ekki kynnzt jafn góðu annars staðar á íslandi. — Við hittumst öðru hvoru hver hjá öðrum ásamt konum okkar. Það hefur orðið svona einu sinni til tvisvar á ári. Og þœr samverustundir eru ákaflega skemmtilegar. Þannig er sambandið sérlega gott á milli prest- anna. Þetta þótti okkur hjónunum ákaflega vœnt um, þegar við kynnt- umst því. Það var þannig mjög nota- leg aðkoma hér. Bœði var okkur tekið mjög vel af öllu safnaðarfólki, og s'vo fundum við þennan hlýja andblœ frá kollegum mínum hér og heimilum þeirra. Árni í Bala — og nýja kirkjan Nú er frá því að segja, að liðið er nokkuð á dag, og þykjast þó gestir varla hafa lokið erindum, því að enn er óskoðuð kirkjan, og gjarna hefðu þeir kosið að hitta einh'verja safnaðar- öldunga að máli. Símað er til þeirra Árna í Bala og Hafliða í Búð, og er Árni kominn að vörmu spori, en Haf- liði er eitthvað lasburða og treystir sér illa svo síðla dags. Árni er hins vegar 'hinn hressasti og í engu líkur ncer áttrœðum manni, fríður og hýr 1 bragði. Hann hefur ver- ið í sóknarnefnd Hábcejarkirkju ímeira en þrjátíu ár. Formaður segist hann ekki hafa verið lengi, heldur hafi Friðrik í Miðkoti verið það lengst af, líklega til ársins 1966. — Sjálfur er hann kominn ofan af Landi, fœddur þar og uppalinn, en var kjörinn í sókn- arnefnd skömmu eftir að hann settist að í Þykkvabœ. Síra Kristján beinir þeirri spurningu til Árna, hvenœr fyrst hafi verið farið að rceða um byggingu nýju kirkjunn- ar. Hann segir, að eldri kirkjan, sem byggð var árið 1914, í tlð síra Ólafs Finnssonar í Kálfholti, hafi löngum verið söfnuðinum mjög erfið, sífellt þurft viðgerða, en þó aldrei tekizt að gera hana viðunandi. Hún var steinsteypt og óeinangruð, sífellt köld og rök, því að söfnuðurinn hafði að sjálfsögðu engin tök á að hita hana að staðaldri. Enda skemmdist máln- ing jafnótt og málað var, og allir griP" ir kirkjunnar lágu stöðugt undir skemmdum. Nálœgt árinu 1966 er svo farið a vinna að byggingu nýrrar kirkju. tr 318

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.