Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 38
ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Vafnsleysu: R/EÐn flutt á Skálholtshátíð 26. júlí 1970 Háttvirtu hátíðargestir. Við undirbúning þessarar samkomu var til þess mœlzt, að ég segði hér nokkur orð á þessum hátíðisdegi Skál- holtsstaðar. Er mér það bœði Ijúft og skylt, og segja má, að ekki sé óeðli- legt, að rödd úr þessari sveit, sveit Skálholtsstaðar, heyrist hér á hátíð- arstundu. Stór atburður var það, og örlaga- ríkur til góðra heilla, er biskupsem- bœtti var stofnað, og því fenginn staður á þessu höfuðbóli. — Að sjálf- sögðu var það œðsta embœtti lands- ins þá og hefur svo verið um allar aldir, og er enn í efstu röðum, þrátt fyrir mikinn fjölda hárra embœtta, sem stofnað hefur verið til hér á landi á þessari öld. Snemma á öldum fór svo, að hið stóra biskupsnafn festist í munm fólksins framan við hið upprunaleg0 nafn sveitarinnar: Tungur. Það nafn var réttnefni, þar sem sveitin Wg9u[ 1 köldum faðmi tveggja stórfljóta, Hvit- ár, að austan og sunnan, sem er ein stœrsta jökulá landsins, og Bruar' ár, að vestan, en hún er ein stcersta lindará hér á landi. Og þriðja áin, Tungufljót, klýfur svo sveitina að endi löngu i Eystri- og Ytritungur. Seinna á öldum skipaðist svo rna um hér í sveit, að hún bar biskups nafnið, framan við sitt forna na n, með réttu á veraldlega vísu, þe9a[ svo var komið, að biskupsstóllinn Skálholti átti allar jarðir sveitarinnan að fjórum undanskildum. 324

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.