Kirkjuritið - 01.12.1974, Qupperneq 44
svo þessi kirkja með Guðs hjálp og
góðra manna tilverknaði, stór, glœsi-
leg, stllhrein kirkja. Stórt og veglegt
íbúðarhús reis af grunni á sama
tíma. Við Biskupstungnamenn höfum
kallað það biskupshús hvort sem það
verður nokkurn tlma bústaður bisk-
ups. fbúðarhús dómkirkjuprestsins er
I smíðum og býli bóndans uppi á
túninu vel uppfœrt að húsakosti og
rœktun og mun þó meira verða, því
stórbú ber að reka á höfuðbóli höf-
uðbólanna, án þess missir Skálholts-
staður nokkuð af svip sínum.
Það hefur verið sagt nýlega í blaða-
grein, að þrátt fyrir það, sem búið
er að gera á Skálholti, þá vanti enn
líf á staðinn. Svo er það einatt, að
sitt sýnist hverjum, og er mat manna
á málefnum oft álíka margbreytilegt
eins og mennirnir eru margir. Menn
eru líka misjafnlega vel sjáandi á
ferð sinni um lífsins veg, og stund-
um skortir vakandi vilja til að sjá
það, sem við augum blasir. Ég veit
ekki, hve margir gestir, sem í Skál-
holt koma veita húsunum vestur á
ásnum eftirtekt. Og þótt þeir geri það,
hve margir spyrja þá um það, hvers
konar hús þetta séu og hvaða starf
fari þar fram.
Sumarbúðastarfið er mjög merki-
legt og gagnlegt uppeldisstarf. Á
engan hátt er jafnauðvelt að leiða
börn á Guðsvegu eins og úti á gró-
andi jörð. „Grösin og jurtir grœnar"
eru hin mikla biblía, sem hœgt er að
lesa óendanlega og er á hverju vori
ný dásamleg opinberun frá hendi lífs-
ins herra. Þá er gott að kenna börnun-
um þessa gömlu góðu vísu:
„Þótt kóngar flykktust allir að
með auð og veldi háu,
þeir megnuðu ei hið minnsta blað
að mynda á blómi smáu."
í sambandi við sumarbúðastarfið,
ganga börnin oft í þetta hús á Guðs
síns fund. Ég held, þó að ég geti
ekki sannað það tölulega á þessari
stundu, að í þessari kirkju séu haldn-
ar fleiri guðsþjónustur, og hér séu að
jafnaði fleiri kirkjugestir en í nokkurri
annarri kirkju í sveit á íslandi, og a
það vel við. Hér er því líf og starf,
það er raunar meira sumarstarf en
vetrar. Vetrarstarfið kemur með hin-
um nýja Skálholtsskóla. Suma menn
hér um slóðir er lengi búið að dreymo
um þennan skóla. Nú llður að því
sá draumur rœtist.
Fyrir 30 árum var talað um
að
byggja hér búnaðarskóla. Sú skólcþ
hugmynd var borin fram af veikn
von, sem varð að engu. Búnaðarskóld
verður að koma á fót á Suðurlandi-
það hefur dregizt of lengi. En þa^
skortir ekki stað fyrir hann.
Fyrir tœpum 45 árum, þegar mest
var þráttað um staðarval fyrir ungl'
ingaskóla á Suðurlandi, fór ungur
maður héðan úr sveitinni á fund mik
ilsráðandi manns I íslenzku þjóðl1 1
og lagði til, að nú vœri gripið tceki
fœri að hefja endurreisn Skálholts,
með því að byggja skólann þar. Hann
tók þvl fjarri. Það vœri ekkert hofa
atriði að lappa upp á gamla sögu
staði. Þeir vœru eins og gamlir me^'j
sem hrörna, hverfa og gleymast. Dl°
frjálshuga þjóð, myndaði nýja sögu
staði, það vœri aðalatriðið.
330