Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 53

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 53
huggunar, styrks og gleði. Sá, sem ekki finnur hjá sér neina þörf fyrir þetta, er í raun réttri enginn safnað- armaður, jafnvel þótt hann kynni að borga margfalt kirkjugjald. Þegar þakkarefnanna er hérminnzt, skyldi það sízt gleymast, sem sjálf Ritningin bendir á. Hún segir: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað". Ég geng að því vísu, að þeir, sem muna þá ágœtu menn, er hér gegndu áður prestsþjón- ustu með miklum sóma, muni telja þá hvað mestu þakkarefni safnaðarins. Frá byrjun sá Guð þessum söfnuði fyrir úrvals kennimönnum þremur í röð, og með þeim fékk söfnuður þessi sinn vöxt. Þeir munu nú líklega allir gengnir, sem höfðu sr. Lárus Halldórs- son fyrir prest eða muna hann. En á fyrri árum mínum hér átti ég tal við tvö fermingarbörn hans, sem hann hafði fermt á sínum jakkafötum í Góðtemplarahúsinu. Meiri prest töldu þau sig samt ekki hafa fyrirhitt á lífsleiðinni. Sr. Ólaf muna enn talsvert margir. Hann var ekki heldur neinn hversdagsmaður, hvorki í kirkju né utan. Gustmikill gat hann verið í stól og cetíð mikill rómur yfir máli hans. Hann talaði skýrt um það, sem hon- um sýndist betur mega fara og dró engar dulur á hlutina. Sérlega áhrifa- ríkt þótti það, er hann mœlti yfir moldum manna og talaði til hjartans. Þá komst hann sjálfur við og jafnan margir með honum. Sr. Ólafur fermdi mig. Er ég œtíð þakklátur fyrir þá til- sögn í kristnum frœðum, er ég hjá honum naut og hef reynt að haga mínum barnaspurningum í líkingu við hans, allt til þessa. Sr. Árni, er lengst 339

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.