Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 56

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 56
menn þjóðarinnar létu til sín heyra. Einn af helstu stjórnmálamönnum þess tíma hafði að inntaki rœðu sinnar þessi orð: „Kjörorð hins nýja lýðveldis skal vera mannhelgi." í orðinu mann- helgi felst að mannslífið sé heilagt. f því felst virðing fyrir manninum sem einstaklingi, rétti hans til mannsœm- andi Iífs og lífshamingju. Mannhelgi er réttur hins veikburða til að lifa við öryggi og nœgtir laus frá ótta og skorti, en einnig réttur hins sterka til að njóta krafta sinna og hœfileika sér og öðrum að gagni. Hvort tekist hefur að láta ríkið vinna eftir því kjörorði, er það fékk í veganesti fyrir 30 árum, lœt ég öðrum eftir að dœma. En ef fylgst er með framvindu mála úti í veröldinni, þá virðist þar fara lítið fyrir mannhelginni. Yfirgnœfandi virðast þar fregnir um ofbeldi og mannlega eymd. í Ijósi þess erum við Islendingar vel á vegi staddir enda margt hœgara hér en í ofþröng stór- þjóðanna. Á þjóðhátíðinni, sem haldin var á Þingvöllum þann 28. júlí í sumar og öllum var ógleymanleg, sem hana sóttu, kom Alþingi saman til að ákveða á fundi sinum að gera stór- átak í landverndar- og landgrœðslu- málum. Landið er undirstöðueign þjóð- arinnar. Það ásamt gögnum sínum og gœðum er forsenda fyrir tilveru hennar og timanlegri velferð. Allir eru sammála um, að við 1 100 ára búsetu manna í landinu hafi þvi hnignað og á gœði þess gengið. Hafa af því til- efni fallið mörg og þung orð um for- feður okkar og meðferð þeirra á land- inu. Hvorki hefir þó skammsýni eða kœruleysi ráðið gerðum þeirra, heldur brýn þörf, sem kom af verktœkni og viðskiptakjörum fyrri alda, þörf, sem svo var brýn, að þjóðin gat eigi hald- ið lífi án þess að ganga á gœði lands- ins. Með þvi var ekki einungis borgið lífi þeirra, er þá voru á dögum, heldur einnig okkar, sem nú lifum. Því aldrei hefðum við í heiminn verið borin hefði kynstofninn orðið aldauða í landinu eins og nœrri lá stundum. Er okkur, sem nú lifum við góð kjör, því œrið skylt að gjalda landinu fósturlaunin. Við höldum i kvöld þjóðhátíðar- samkomu í tilefni af 11 alda afmœli þjóðarinnar og höfum valið henni stað í guðshúsi. Því er við hœfi að skoða þátt kirkjunnar í þjóðarsögunm og þjóðlífinu. Kirkjan og þjóðin hafa átt samleið í landinu hátt í tiu aldir eða hart nœr alla þjóðarsöguna og eru áhrif hennar mikil og gagnger. Með kirkjunnar mönnum kom ritlist- in hingað til lands. Klerkar fyrri alda voru hvorttveggja í senn menntamenn á alþjóðlega visu með vald á latnesku máli, sem þá var ríkjandi með lœrð- um mönnum á vesturlöndum, en um leið þjóðlegir frœðimenn, sem rituðu sögur og sagnfrœði á norrœna tungu. Er prentlistin kom fram var kirkjan enn i fararbroddi með glœsilega bókagerð á íslenska tungu. Ritun a móðurmálinu hefur tryggt varðveislu þess og þjóðernisins með. Faðir 's' lensku sagnaritunarinnar, presturinn Ari Þorgilsson. ritaði sögu þjóðarinn- ar fyrstu aldirnar af slíkri sannleiks' ást og vandvirkni, að hver maður hlýt' ur að fyllast lotningu sem les. Annat kennimaður, Jón Erlendsson í ViH' ingaholti, bjargaði riti Ara frá glötun, þegar mest lá við, og er þjóðin i °' 342

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.