Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 58

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 58
SlRA HEIMIR STEINSSON, REKTOR: Tilvera til dauða, - 111kvittnir menn hafa löngum sagt, að andatrú sé þ|óðarátrúnaður ís- lendinga. Hvorki skal sú fullyrðing staðfest hér né henni hafnað. Hitt er víst, að svonefndar „sálarrannsóknir" gegna umtalsverðu hlutverki í trúar- legri hugsun þessarar þjóðar. Víðast hvar þar sem tveir eða þrír eru sam- an komnir og trúmál ber á góma, eru ,,sálarrannsóknir" á nœsta leiti. ,,SáI- arrannsóknamenn" eiga sér og skel- egga málsvara. Ef einhverjum verður það á að troða þeim um eina tá eða fleiri, fœr hinn sami sjöfalt endurgjald að minnsta kosti. Síðast í vetur varð góðvini mínum það á að beina fá- einum skeytum að umrœddri stefnu I kirkjuþœtti Morgunblaðsins. Einn af œðstu prestum „sálarrannsókna" svaraði með breiðsíðu, sem nœgt hefði til að fœra hverja venjulega sál- arskútu í kaf. Ekki skulu þessi orðaskipti gerð að umtalsefni sér á parti. En því nefni ég þau, að þar er á ferðinni gott dœmi um þann herskáa anda, sem löngum hefur verið eitt megineinkenni „sálar- rannsókna" hérlendis. Afleiðing þeirra viðbragða er orðin sú, að fœstir árœða að skipta orðum við málsvara þessarar stefnu opinberlega. Hin miklu áhrif „sálarrannsókna hér á landi eru þeim mun einkenm- legri sem öll sú hugsun, er til grund- vallar þeim liggur, virðist vera þoku- kennd og grautarleg í mesta mata. Fróðlegt vceri að gera tilraun til að staðsetja þetta fyrirbœri á einhver|D því þrepi trúarbragðasögunnar, Þar sem það kynni að eiga heima. Ra® yrði þó of langt mál. Hins skal freistað i eftirfarandi orðum að varpa Ijósi a „sálarrannsóknir" frá tveimur hIiðum, sem báðar eru býsna mikils verðar 1 þessu efni. „Sálarrannsóknir" eru allajafn0 kenndar við „vísindi". Sjálft orðið „rannsóknir" felur það í sér, að urn er að rœða einhverja þá athafnasemu sem á að vera í œtt við raunvísindi. öld raunvísinda taka menn þessan fullyrðingu fegins hendi, gjörsamleg0 óminnugir þess, að raunvisindi erU marklaus með öllu, þegar um þa® er 344

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.