Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 61

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 61
legum hœtti, — ekki fremur en „fram- haldslíf" þe irra sólarrannsókna- rnanna. Þess vegna er hið heimspeki- lega hugtak, „eilífð", aðeins hugtak, ^jáir engan sannaðan veruleika. Hinu verður ekki breytt, að „eilífð" er rökrœnt hugtak, samkvœmt sam- semdarlögmálinu, en „framhaldslíf" er órökrœnt með öllu, samkvœmt sama lögmáli. Enn er því ósvarað Þeirri „heimspekilegu" spurningu, er ég bar fram. Hvers vegna er ég að hjálpa „sál- arrannsóknamönnum" með framanrit- oðri ábendingu? Það geri ég einfald- lega vegna þess, að þegar öll kurl koma til grafar, er það mála sannast, að engar áþreifanlegar líkur benda til Þess, að til sé nokkurt líf handan graf- ar og dauða yfirleitt. Heimspekileg rÖk um hugsaða „eilífð" er unnt að fœra fram. Óheimspekilegt þvaður um lrnyndað „framhaldslíf" er einnig Quðvelt að bera sér í munn, ef menn hafa lyst á slíkum andlegum lág- Qroðri. En hvorugt hefur við áþreifan- ^egan veruleika að styðjast. — Annað hann að vera huggun þeim, sem 9aman hafa af rökrœnni heilaleik- hrni. Hitt er e. t. v. hœfilegt athvarf ^eirra, sem óska að fela fyrir sér staðreynd dauðans í þoku hugsunar- lausrar tilfinningasemi. En hvort tVeggja er hugarburður og annað ekki. hessi hugarburður er meginorsök Þess, að ég nú hef drepið niðurpenna. Hann er fyrirferðarmestur í munni ^salarrannsóknamanna" hér á landi. ess vegna valdi ég þá að umrœðu- e^ni í upphafi þessa máls. En hann er v'ðar að finna, þó að það verði að mestu látið kyrrt liggja á þessum blöðum. Það er ósœmilegt að ala viti borna menn á hugarburði. Öll erum við „viti bornir menn" samkvœmt skilgrein- ingu. Þess vegna er það óhœfa að hafa í frammi fullyrðingar um „eilífð" eða „framhaldslíf" í eyru okkar, hvort heldur þœr eru byggðar á ímynduð- um „rannsóknum", rakalausum heila- spuna eða abstrakt hugsun rökrœnnar heimspeki. II Það er hlutskipti mannsins að lifa á þessari jörð um takmarkaðan tíma, unz dauðinn bindur endi á líf hans. Dauðinn er hið eina, sem öldungis er víst, að okkar allra bíður. Tilvera okk- ar á jörðinni er „tilvera til dauða". Þann dag, sem við „verðum til", er aðeins eitt, sem við ótvirœtt eigum I vœndum, og það er þetta að hœtta að „vera til" einn góðan veðurdag. Þessi staðreynd vekur mönnum upp til hópa mikinn ugg. Sá uggur mun eðlislœgur og fullkomlega náttúruleg- ur. Menn ganga œvidag sinn allan I skugga dauðageigsins, ef svo má að orði kveða. Viðbrögðin við þessum beyg eru margvisleg. Sennilega kappkosta flestir að bœla hann niður, leita lífi sinu tilgangs og takmarks í athafna- semi virkra daga, neita að horfast i augu við dauðann, unz þeir eru til þess knúðir um síðir. Þessi viðbrögð eru hœpin. j fyrsta lagi eru þau ósönn. Það er œvinlega 347

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.