Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 63

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 63
Þessi er sá hópur, sem við nefnum í daglegu tali „kristna menn". Þeir afneita ekki dauðanum í lengstu lög, eins og hinir fyrst nefndu. Þeir fela hann heldur ekki fyrir sér œvilangt með tilfinningasömum hugarórum eða heimspekilegum ólíkindalátum. Þeir víla það sízt fyrir sér að viðurkenna afdráttarlaust, að líf manna á jörðu hér er „tilvera til dauða", að dauðinn er útþurrkun alls, einnig einstaklings- •ns, og að þessu fylgir algjört til- Qangsleysi jarðneskrar tilveru. Kristnir menn ganga jafnvel feti framar og játa það, sem margirhinna fyrr nefndu ekki vilja gangast við, nefnilega það, að þeir ekki skilji bessa tilveru, að í þeirra augum sé hún ekki aðeins tilgangslaus, heldur einnig vit-laus, ! frummerkingu þess °rðs, að hún hvorki verði skilin með raunvísindalegum aðferðum, trúar- heimspekilegum heilaspuna, rökstudd- Urn abstraktionum né á nokkurn ann- pn hátt. Svo langtganga kristnir menn 1 þessari tómhyggju sinni, að þeir telja þessa tilgangslausu og vit-lausu f'lveru í grundvallaratriðum illa. Þeir búa yfir þeim grun, að einhver ósköp einnig í frummerkingu þess orðs — nneppi þessa tilveru í fjötur fánýtis °9 tóms. I þessum hópi er gott að vera, því a® hann einn horfist í augu við sann- leikann, allan sannleikann og ekkert nerna sannleikann. III ^ru kristnir menn þá án vonar? Er l'f þeirra myrkur, vegferð þeirra ör- Vcentingin ein? Fjarri fer því. í óskiljanlegum heimi eiga kristnir menn sér óskiljanlega von. Þeir metast ekki um hana við neinn. Hún er þess eðlis, að hún verð- ur ekki sönnuð raunvísindalega, borin fram með tilfinningalegri sefjun og hugarórum, né heldur rökstudd á nokkurn hátt. Kristnir menn eru þess áskynja, að allar slíkar tilraunir eru fyrirfram ófyrirsynju í vit-lausum heimi. Raunar hefur kirkjan oft fallið ! þá freistni að gripa til heimskubragða af siðast nefndu tagi í þv! skyni að gera hina óskiljanlegu von skiljanlega eða sefjandi eða hvort tveggja. Slík guð- frœðileg eða litúrgisk strákapör eru sjálfdœmd og vitna um það eitt, að innan vébanda kirkjunnar hefur á öll- um öldum þrifizt fjöldi ókristinna manna og gerir enn. Kristnir menn upplifa ivon slna ! einni saman trú. Örðugt er eða óger- legt að skilgreina það fyrirbœri, svo margþœtt er það og blœbrigðaríkt. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar ! þá átt, allt frá dögum postulanna fram til síðustu tíma. Þœr skulu allar látnar kyrrar liggja hér, en sú skil- greining ein fram borin, að hrein trú er fullkomlega irrationelt fyrir- bœri, og týnir hún mœtti sínum jafn- skjótt og reynt er að gera hana „skyn- samlega" eða „skiljanlega". Öllum slíkum tilraunum ber að visa á bug. Segja mœtti, að hrein trú sé undan- bragðalaus uppreisn gegn allri mann- legri viðleitni til að finna „vit" og „til- gang" ! vit-lausum og tilgangslaus- um heimi. Sá, sem öðlast vill hreina trú, hlýtur fyrst að gegnumskoða fá- tœkt allrar slíkrar viðleitni, meta hana 349

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.