Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 70

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 70
neitt af því, sem sagt var á fundum þessum. Samtök þessi leggja höfuðáherzlu á trúfesti við játningar hinnar lút- hersku kirkju, þar af leiðandi eru þau áberandi íhaldssöm. Þessi íhaldssemi virtist mér við mín litlu kynni af guð- frœðingum þessara samtaka bitna á trúfesti við samtíðina. Vissulega þarf trúfesti við fortíðina að haldast í hendur við trúfesti við samtímann. En verk Andans, sem hin kirkjulega hefð vitnar um, eru ekki ómerkari í samtímanum en f fortíðinni svo fram- arlega sem kirkjan trúir því, að And- inn sé enn virkur innan hennar veggja. Kirchliche Sammlung gegnir ef til vill því nauðsynlegu hlutverki í guðfrœði- garðinum að halda hefðinni lifandi í nútímanum. Samt sem áður býður mér svo í grun, að slík íhaldsöfl yfirleitt gegni ekki svo ýkjamerkilegu hlut- verki, sem þau halda. Á þessari ráð- stefnu átti Missouri sýnódan í Banda- ríkjunum nokkra fulltrúa, en Missouri sýnódan (rekur Concordia Publishing House) er hin lang afturhaldssamasta af lúthersku kirkju-deildunum vestra og stendur nú þessa dagana frammi fyrir afdrifaríkum klofningi, sem mun líklega kljúfa þessa kirkjudeild í herð- ar niður. Deilurnar fjalla um bókstaf- leg atriði eins og t. d. hvort höggorm- urinn talaði eða ekki. Það mikilvœgasta á þessari ráð- stefnu að mínu áliti var guðþjón- ustulífið. Á hverjum morgni fóru fram morgunbœnir, þar sem sungin var hin klassíska tfðagerð. Einnig var það stórkostleg stund þegar ráðstefn- unni lauk með hátíðaguðþjónustu og mér veittist sú gleði, sem fulltrúi þessa fjarlœga eylands, að þjóna við altaris- göngu ásamt 4 öðrum prestum. Við þá athöfn prédikaði Bo Giertz biskup- ,,Þeir eru of hákirkjulegir fyrir mig sagði einn danskur prestur við mig- Ég var honum ekki sammála. Það, sem skortir í kirkjur okkar á íslandi, og ef til vill yfirleitt um hinn vestrœna heim, eru helgisiðir, fullkomnari tjáningar- athöfn, notkun fjölbreytilegri tákna, sem höfða meira til annarra þátta mannlífsins en hins skynsamlega eyra- Okkar guðþjónusta höfðar nœr ein- göngu til hugans, boðskapurinn er fluttur með orði og söng og söfnuð- urinn tilbiður Guð aðeins með munm sínum og skynsemi: í orði og söng- Listfrœðingar halda því fram, myndin sé eðlislœgari hvöt f mann- inum en hugsunin. Biblfa lel^' manna á miðöldum voru málverk. Kirkjan flutti boðskapinn með mynd- um, leikjum, leikritum, söng, tónlist °g jafnvel dansi. Nú er það hins vega1 svo, að kirkjan höfðar nœr eingöngu til skynsemi manna, dálítil tónlist f®r að fljóta með, en sú tónlist er þá yf'r' leitt ákaflega skynsamleg. Af þessum orsökum þ. e. a. s., að kirkjan hefur upphafið skynsemina innan sinna veggja, hefur hún rekið út úr sínum dyrum alla frjálsa listrœna tjáningu' hvort sem um er að rœða myndlist' tónlist, leiklist eða danslist. Um a^ hafa ýmsar guðfrœðistefnur unnið a ^ því að brennimerkja syndinni flest því göfuga, sem tilheyrir hinu dýrle9a sköpunarverki Guðs, þar með erU flestir hlutar manneðlisins nema skyn semin. Það er þáttur í kristilegri fre s 356

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.