Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 73
rœnu tákn og orðsins tákn (játning-
arnar), sem eru hennar heimur. Við
þurfum ekki að lesa lengi í guð-
spjöllunum til þess að sjá, að þannig
er það, sem Jesús höfðar til mannlífs-
ins. Hann höfðar til þess með tákn-
rœnum sögum (parabólum, dœmisög-
Urn,) um hið daglega lif, með tákn-
rœnum athöfnum (kvöldmáltíðin, inn-
reiðin í Jerúsalem), hvernig er líka
hœgt að tala um himininn á skyn-
samlegan hátt? í stað þess að segja
skynsamlega frá himninum segir Jesús
frá borðhaldi, matarveizlu. Jesús not-
°r táknin á mjög svo gjörtœkan hátt.
En sjálfur er hann mesta táknið, hann
sem er kristurinn, opinberun Guðs,
1 gegnum hans helgast hjarta meg.um
við líta upp í himininn. Og játningar
°9 helgisiðir gegna einnig því hlut-
verki í kirkjunni, að gegnum þau meg-
Urn við ,,sjá" brot af dýrð Guðs og í
9egnum þau talar Guð til okkar,
starfar gegnum þau, hvort sem þau
eru myndir, skrúði, orð, játningar,
tónlist, leikur. Opinberi það dýrð
'1ar|s, þjónar það honum, dragi það
athyglina aðeins til sin, er þjónusta
þess ekki hœf í kirkjunni.
hað er skoðun mín, að menning
okkar sé á leið frá skynsemi og vís-
indahyggju undanfarinna áratuga
inn í heim, sem metur meir mennsk-
una, þá mannlegu þœtti tilverunnar
og þá þœtti, sem stuðla að því að
gera manninn mannlegan, metur
upplifunina meir en formúluna, og
spyr í vaxandi mœli um helgisiði og
serimoníur.
Játningar og helgisiðir eru ein
heild og gegna sama hlutverkinu í
kirkjunni. Hlutverk þeirra er nauðsyn-
legt fyrir kirkjuna; hœttan er sú, að
jafnvœgi sé torfundið. Hér hjá okkur
hefur áherzlan löngum verið of þung
á játningunni, kenningin hefur stund-
um orðið að skurðgoði, en áherzlan
hefur verið skaðvœnlega lítil á gildi
og merkingu helgisiða. (Hér er þó ekki
gleymt merku starfi einstakra manna.
Heyrt hef ég, að sr. Sigurður Pálsson
hyggi á útgáfu bókar um helgisiði,
vonandi er það rétt, enda er slík bók
hin mesta nauðsyn.)
í fylling tímans, þegar himinninn
verður ekki tákn, heldur himinn, verða
tákn óþörf og kirkjur óþarfar, því að
Guð er allt í öllu, þangað til birtist
Guð okkur gegnum táknin, játningar
og helgisiði.
359