Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 74

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 74
Tvö jólakvæði Flestir íslendingar þekkja nú orðið jólasólm síra Einars Sigurðssonar í Eydölum: „Nóttin var sú ógœt ein". Þessi sólmur var vakinn upp til nýs lífs í Sólmabókinni fró 1945. Vegna hins Ijúfa lags Sigvalda Kaldalóns, sem reyndar er byggt ó œfagömlu jólastefi, hefur hin fagra og Ijúfa kveðandi síra Einars í Heydölum snortið okkur, jafnvel þótt kveðskap- urinn sé fró lokum 16. aldar. Stra Einar ótti sér dótturson, sem einnig ótti sama Ijúfa léttleikann yfir trúar- Ijóðum stnum. Þetta var stra Bjarni Gizurarson í Þingmúla í Skriðdal (1621—1712). Trúarljóð hans hafa að því er virðist gleymst. Þó stendur hann fyllilega jafnfœtis Hallgrími Péturs- syni, hvað kveðskapargófu snertir, en er að mörgu leyti léttari aflestrar t veraldlegum kvœðum sínum. Það geta menn sannfœrt sig um sjólfir við lest- ur úrvals úr þessum kvœðum hans, sem voru gefin út órið 1960 t bókinni „Sólarsýn" (Menningarsjóður). Hér verða birt brot úr tveimur jólakvœð- um, sem skrifuð voru upp úr eigin- handarriti síra Bjarna, sem varðveitt er t konungsbókhlöðu t Kaupmanna- höfn (Thott 473, 4to). Sólmurinn út af jólaguðspjallinu (Salve blessað barnið fœtt) er í allt 10 vers og eru öll þeirra jafnfögur. Söngvtsa ó jóla- hótlðinni er 20 vers ! handritinu, og virðist að öllum líkindum vera frum- ortur af síra Bjarna, því að í upphafi kvœðisins lýsir hann nóttúrufari aust- anlands ó blíðri jólatíð. Það er veður- farið, sem síra Bjarni ó við, er hann falar um „hýran sinn koss", sem Drottinn gefur ó þessum jólum. En brótt leiðir hann hugann að öðrum jólagesti, barninu í Beflehem. Það, sem tengir saman nóttúrulýsinguna og prédikunina, eru orðin I j ó s og sól. Eins og sólin skín t heiði yf'r Héraði, þá er Jesús hin „sœla sól og „bjart Ijós". Þau vers, sem hér eru birt, eru valin með það í huga, °ó þau er hœgt að nota saman sem jóld' sálm, ef einhverja kynni að langa ^ þess. Allt, sem stra Bjarni orti, virðist hann hafa œtlast til, að lesendur sínin rauluðu með sjálfum sér. Fyrir söng- vtsuna valdi hann lagaboðann: „Át" ið gott, gefi nýtt". Það er sami bragar' háttur og „Himna rós, leið og MoS (Ssb. nr. 65), sem er við sálm s'r° Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, frcenda stra Bjarna. Sálmurinn út af jólacjuð- spjallinu hefur aftur á móti sama bragarhátt og „Syngi Guði sce!^ dýrð", sem að undanförnu hefur ostí verið sunginn af stúdentum á jólum- (Sjá R. A. O. Tuttugu og tveir helg' söngvar, nr. 2). Kolbeinn Þorleifss°n' 360

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.