Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 81

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 81
trú og brauð og rétt. Mjög margir Þeirra kjósa aðeins síðari kostinn, brauðið og réttinn, en hafna trúnni, og dregur þó enginn í efa, að þeir séu góðir og gildir sósíalistar. Kristnir rnenn eiga aftur á móti ekki um tvennt að velja í þessum sökum. Hafni þeir öðru hvoru, trú eða þjónustunni við fátæka og kúgaða, hafa þeir hafnað kristnu nafni. Hér eru því einhver ðleggstu mörk milli sósíalisma og kristins dóms. Þeir sósíalistar eru til, sem telja, að böl mannsins sé læknað svo sem læknað verður, ef unnt reyn- 'st að skipta brauði og rétti jafnt milli manna og þjóða. Jesús Kristur hafnaði sl|-ku og sagði: „Eitt er nauðsynlegt." (Lúk. 10,42.) — „Maðurinn lifir ekki a brauði einu saman, heldur á sér- bverju orði, sem fram gengur af Guðs ^unni." (Matt. 4,4., V. Mós. 8,3.) — "Hvað mun það stoða manninn, þótt bann eignist allan heiminn, en fyrir- gjöri sálu sinni.“ (Matt. 16,26.) Hann hvatti menn til að safna sér fjársjóð- UrTi á himni en ekki jörðu og sagði: ■•Hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun °9 hjarta þitt vera. Augað er lampi lík- arnans. Sé auga þitt heilt, mun allur ^'karni þinn bjartur. En sé auga þitt sPillt, verður allur líkami þinn dimmur. nú Ijósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið." (Matt. 6,19.—23.) Af þessum orðum hans og mörgu °ðru, sem eftir honum er haft, er Ijóst, að hann leiddi menn ávallt til móts við og þar var áherzlan í allri pre- dikun hans og kennslu. Hann kom með r'ki Guðs til manna. (Mark. 1,15.) ^ann stofnaði ríki Guðs innra með Ufönnum. (Lúk, 17,21.) Hann kom til að frelsa synduga og rangláta menn, gera þá að nýjum mönnum (Mark 2,17.), endurfæða þá ((Jóh. 3,3.), reisa þá upp frá dauðum. (Jóh. 5,21. 24.) Augað varð fyrst að verða heilt og tréð gott. Að öðrum kosti varð Ijósið myrkur og ávextirnir vondir. (Matt. 6,23., Matt. 12,35., Jóh. 15,4.) Án þessa voru engin sönn gæði, og í þessu voru öll gæði. „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Matt. 6, 33.) Jafnframt er svo Ijóst, að Jesús sagði hvers konar mannlegri neyð og rang- læti stríð á hendur, og gerði kröfu til þess, að lærisveinar hans gerðu slíkt hið sama. Þeir skyldu elska Guð fyrst, síðan aðra menn ekki miður en sjálfa sig. Og þar er viðmiðun kristinna manna. Róttækari kröfur hafa aldrei verið gerðar um mannlíf og breytni. Og kristnir menn trúa því ekki, að til sé nein lækning á meinum mannkyns nema Jesús Kristur. Það, sem bar á góma í gáttum Kirkjurits forðum, var því ekki hvort kristnir menn skyldu kjósa trúna eða breytnina, heldur hættan á, að brauðið og rétturinn yrði látin skipa öndveg- ið. Það er rétt skilið hjá Árna, að lögð var áherzla á, að „heimska fagnaðar- erindisins" (I. Kor. 1, 18.—25.), predik- unin um endurlausnarverk Krists, skipti mestu máli. Sú predikun er líf og kjarni kristins dóms frá uppphafi, og þess eru nóg dæmi, hvernig hrörn- un og visnun komu ævinlega, þegar kristnir menn villtust á þessum kjarna og einhverju öðru. Fyrst verður Guðs ríki að koma til manna, eins og beðið er um í bæn Jesú. Síðan kemur að hinu daglega brauði, jarðneskum þörf- um manna og þjónustunni við menn. 367

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.