Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 90

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 90
Dr. Ramsey kveSur Kantaraborg Á miðnætti 14. nóv. sl. lét dr. Michael Ramsey af embætti erkibiskups í Kantaraborg. Þennan sama dag varð hann sjötugur að aldri. Hann kvaddi biskupsdæmið laugardaginn 2. nóv. er hann flutti messu í dómkirkjunni í Kantaraborg. Mikill mannfjöldi flykkt- ist til messunnar hvaðanæva úr bisk- upsdæminu og verður í minnum haft, hve samhugur var þar auðsær í til- beiðslunni. Erkibiskupinn bað söfnuðinn að biðja fyrir kristniboðum, píslarvott- um og öllum kristnum mönnum. Þótt hér væri kveðjustund með eðlilegri eftirsjá, þá einkenndist þessi guðs- þjónusta af gleði og þakklæti til Guðs fyrir þá náð, sem hann hefur birt í öllum sínum heilögu. Dr. Ramsey ræddi um nálægð Guðs í predikun sinni. Hann sagði, að líf hinna heilögu væri endurskin af kær- leika Guðs og fórn, og þetta líf þeirra hefði staðið og stæði sífellt föstum fótum á jörðunni, væri kunnugt þreng- ingum og þjáningum heimsins. Hann sagðist líta til framtíðarinnar með trún- aðartrausti. Ýmislegt benti til endur- lífgunartíma, m. a. aukinn fjöldi ungra manna, er gengju í þjónustu kirkjunn- ar. Að messu lokinni hyllti mannfjöld- inn erkibiskupinn með miklum ákafa, kirkjuklukkunum var hringt og erki- biskupshjónin gengu til vesturdyra kirkjunnar til að kveðja hina mörgu vini sína. Stóð mannfjöldinn og heiðr- aði þau hjónin og hinn mikilhæfa leið- toga, sem allur þorri manna hafði lært að virða og elska. Dr. Ramsey t. v. og eftirmaður hans í Kantara- borg Dr. Coggan t. h. Rómversk-kaþólska kirkjan í Austur-Þýzkalandi mótmælir Rómversk-kaþólsku biskuparnir í Aust- ur-Þýzkalandi hafa ritað hirðisbréf, sem lesið hefir verið upp frá predikun- arstólunum í öllum rómversk-kaþólsk- um kirkjum. Eru yfirvöld ásökuð um brot á mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, er þau hindri þá unglinga- sem kristnir eru í því að hljóta fram- haldsmenntun. Sömuleiðis eru yfir' völdin ásökuð um að brjóta stjórnar- skrána, er kveður á um, að allir skuli hafa jafnan rétt til menntunar án tillits til trúar. Hirðisbréfið hefir verið birt í vestur- þýzkum blöðum og er rætt um, iive bréfið sé afdráttarlaust. Rómverska- kirkjan er minnihluta kirkja í Austur- Þýzkalandi og höfðu menn ekki búiz* við svo harðorðum ásökunum af henn- ar hálfu. 376

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.