Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 93

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 93
Hin fullmótaða kenning um kvöldmól- iíðina. Gildi innsetninga;orðanna. Það, sem leiddi Lúther til hinnar ákveðnu kenningar um kvöldmáltíð- ina, sem hann vék ekki frá, voru þannig innsetningarorðin. Hlýðni við °rð Drottins knúði hann til þeirrar kenningar. Hann hélt fast við orðin: „Þetta er minn líkami". Sú afstaða byggist ekki á „bókstafstrú", því slíkt var fjarri Lúther. En innihald orða Krists var orsök þessarar niðurstöðu asamt þeirri grundvallarskoðun, sem bann hafði um Ritninguna og kenn- Ingunni um persónu Krists. Varðandi túlkunina á innsetningar- orðunum, þá grundvallar Lúther merk- 'ngu þeirra á orðum Páls í I. Kor. 10 °g 11. Sérstaklega var I. Kor. 10:16 stuðningur við túlkun á þeim. Um þann texta segir Lúther: „Þessi texti Segir ekki aðeins: „þetta er líkami rninn", heldur að brauðið, sem við brjótum er ekki eingöngu líkami Krists, heldur einnig líkami Krists, sem fyrir oss er gefinn. Hér er texti, sem er svo skýr 0g greinlegur, að enginn 9etur krafizt meira". Þetta hafði einnig mikið gildi fyrir Lúther persónulega. En þeir andstœð- ingar Lúthers, sem héldu því fram, að kvöldmáltíðin vœri aðeins minningar- QthÖfn, svöruðu Lúther með því, að "Samfélag (koinonía) um líkama Krists" vœri sett fram af Páli sem "Ondlegur" skilningur. Páll vœri ekki Qá töla um líkamlega neyzlu á Kristi. En Lúther heldur því samt ákveðið rarn, að þarna sé um líkamlegt samfélag að rœða. [ textanum má e Ki skilja „blóð og líkama" semtákn. Máli sínu til stuðnings bendir Lúther á I. Kor. 11:27 og 29. Þar er tákn ó- hugsandi. Páll er ekki að tala um tákn líkamans, heldur líkamann sjálf- an. „Hvernig getur maðurinn", spyr hann, „syndgað gegn llkamanum ef líkaminn er hvergi nœrri?" Þess vegna segir hann, að bœði orð Páls og inn- setningarorðin beri að skilja bókstaf- lega. Og enn heldur hann áfram. Oll- um frásögnum um innsetningu kvöld- máltíðarinnar eru sameiginleg orðin: „þetta er minn líkami". Þessi orð eru greinileg orð, þau eru Guðs orð. Þess vegna verður enn frekar að taka þau fullgild og fara eftir þeim. Öll t ú I k u n orða Guðs er frá mönn- um komin og því er öll túlkun ótrygg eins og t. d. túlkanir andstœðinganna eru gagnvart kvöidmáltíðinni. Aðeins orð Guðs eru skýr. „Hvað verður þá um samvizku mína? „spyr Lúther. „Hún þráir aðeins traustan grund- völl". Og þá segir hann, að „Guð sé dýrlegur gjörður og samvizkunni fu11- nœgt, þegar maðurinn einfaldlega hlýðir orðum Guðs, eins og þau standa". Þarna kemur skýrt fram grundvall- arkenning Lúthers um „hlýðni við hið hreina orð Guðs, andstœft öllum hugs- unum hinna; gagnslausu skynsemi". Lúther áleit, að andsfœðingar hans í skoðunum um kvöldmáltlðina brytu í bág við þessa kenningu. Þeir legðu áherzlu á að s k i I j a orðin með mann- legum viðmiðunum í stað þess ein- göngu að hlýða þeim og treysta. Þeir spyrja aðeins um það, hvað er mögulegt og miða þá aðeins við sitt takmarkaða svið mannlegrar hugsun- ar og getu. 379

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.