Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 95

Kirkjuritið - 01.12.1974, Side 95
Hin hlutlœga áherzla Lúthers á raunverulegri nálœgð Krists í sakramentinu Nú skal kannað, hvernig kenning Lút- hers um kvöldmáltíðina samrœmist grundvallarskilningi hans á orði Guðs °9 hver áhrif kvöldmáltíðarkenningin hafði á Kristsfrœði Lúthers. hyngsta röksemd hans var ávallt Það, sem hann lagði mesta áherzlu á þegar í deilunum við Rómarkirkjuna Qð sakramentið vœri gjöf Guðs, Sem 9iöf höfðar það til trúar, en er samt hl óháð trúnni, er til fyrri en trúin. Verk manna bœta engu við sakra- ^nentin. Eitt það fyrsta, sem Lúther gagn- rýndi í kenn ingu vingltrúarmannanna °9 Zwinglis var, að þeir litu ekki á hvöldmáltíðina sem gjöf Guðs. Kenn- 'n9 þeirra um kvöldmáltíðina var, að hún vœri aðeins minningarmáltíð. Þessa kenningu taldi Lúther fráleita °9 ekkert annað en kenningu um rétt- lcetingu af verkum. ,,Því jafnvel þótt e9 minntist Krists svo rœkilega, að sviti minn yrði blóð, þá vceri það til einskis gagns fyrir hjálprœði mitt". hQð, sem gerist i sakramentinu er ®hki, að maðurinn lyfti sér upp til Krists, heldur að Kristur beygi sig nið- Ur til mannsins. Lúther segir, að rétt- Ur skilningur byggist ekki á því, að ^aðurinn íhugi þjáningar Krists, held- Ur skuli hann byggja á nœrveru .rists, sem þolir og fyrirgefur þótt eitthvað vanti á rétta innlifun. Raunveruleg nálœgð merkir því, að ^aðurinn meðhöndlar í kvöldmáltíð- 'nni einstœða gjöf, sem er til staðar anda honum í „líkamlegu" formi og er alls óháð allri afstöðu mannanna og „andlegum" eiginleikum. Kenning Zwinglis var hið gagn- stœða, bundin mannlegum aðgerð- um. Zwingli sagði: „Kvöldmáltíðin er aldrei brauð eða líkami Krists, heldur sá verknaður að þakka". — Lúther heldur því fram, að þegar maðurinn mœti Guði, verði hann ávallt óvirkur þiggjandi, Guð er hinn virki. Það tel- ur Lúther koma hvað helzt fram í hinni raunverulegu nálœgð Krists í kvöldmáltíðinni, sem þýðir, að Kristur er nálœgur í líkama. Við boðun orðs- ins er Kristur persónulega nálœgur. í kvöldmáltíðinni er hann einnig lík- amlega nálœgur. Orðið varð hold, sem einnig þýðir, að orðið hafi gerzt líkami. Að Kristur tók þetta að sér er undirstaða þess, að mennirnir skilji hann. Þeir, sem umgengust hann fyrir krossfestingu, gerðu það bœði andlega og líkam- lega. Við getum einnig umgengizt hann bœði andlega og líkamlega. Það verður á undursamlegan hátt í kvöld- máltíðinni. Þar verður Kristur enn 'hold og mœtirokkur. Og sú holdtekja skipt- ir miklu máli eins og hin fyrsta. „Er hann ekki eins stórkostlegur í munni okkar eins og hann var í móðurkviði?" spyr Lúther. Svisslendingarnir (Zwinglisinnarnir) skildu ekki þessa röksemdarfœrslu Lúthers. Á milli þessara tveggja aðila var veggur hugtaka, sem skilin voru á ólíkan hátt. Einkum voru það hug- tökin andi og hold. Svisslending- arnir byggðu á Jóh. ó:ó3, „Það er andinn, sem lífgar, holdið gagnar ekkert". Þess vegna voru þeir bundnir við það, sem þeir kölluðu andlega 381

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.