Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 10
fórnarinnar. ()g þegar sterkar og gifturikar þjóðir liafa
risið upp, hefur það verið vegna þess, að þær liöfðu eign-
azt sonu og dætur, sem ólu með sér hjartar og bennandi
hugsjónir sem þau vildu fórna sér fyrir — hugsjónir, sem
lutu að framgangi og hamingju samfélagsins.
Dauðasynd foringja Sturlungaaldarinnar var sú, að þeir
áttu ekki slíkar hugsjónir, en kröfðust þó þess, að vera
leiðtogar heillar þjóðar. Og dauðasynd þjóðarinnar svo
sú, að hún kunni ekki að kjósa sér raunhæfa forustu.
.Tá, en þetta var nú eflir allt saman um svndir liðins tíma,
luigsar einhvcr j'ðar. Þetta var um sekt forfeðranna —
sektina, sem olli þvi, að þeir glötuðu forðum frelsi þessar-
ar þjóðar. En livað um þann hluta prédikunartextans, sem
snýr að oss, sem nú erum uppi i iandinu? Er sá liluti texl-
ans réttmætur? A liann með að kasta skugga á liátíðargleði
vora í dag? Værum vér liér saman konrin á þessari stundu,
ef þjóðin hefði ekki á siðari tímum sýnl, að hún þekkti
sinn vitjunartíma? Man ekki ræðumaðurinn eftir hinu
óeigingjarna lífsstarfi Jóns Sigurðssonar og annarra, sem
síðar hafa barizt fyrir sjálfslæði þessarrar þjóðar?
Jú, ég man eftir lífsstarfi Jóns Sigurðssonar og nokkurra
annara ágætra sona þjóðarinnar, er síðar háfa fetað í
fótspor hans. Og ég minnist með gleði og þákkarliug sig-
ursins, sem barátla þeirra manna færði þjóðinni að lokum
í sjálfstæðismálinu. En látum oss ekki lialda, að vér, sem
nú erum ráðandi í landinu, eigum mikla hlutdeild í þeirri
haráttu og í þeim sigri. Og látum oss umfram allt ekki
miklast af þvi lokaspori, sem vér erum nú að stíga i því
máli. Það spor er ekki stigið fyrir kraft mikillar trú'ar eða
styrkrar baráttu. Það voru ytri aðstæður, sem svo að segja
hrundu oss fram til að stíga það spor.
Já, látum svo vera, að ekki sé hægt að eigna oss mik-
inn þátt í frelsisbaráttu þjóðarinnar — oss, sem önn liins
yfirstandandi tíma hvílir einkum á. En gefur þessi dagur
nokkurt tilefni til, að farið sé að tala um sekt, sem vér
höfum bakað oss? Er réttmætt á þessari stundu að nefna
þá kynslóð, sem nú er uppi i landinu, í sömu andránni og
152 JÖHÐ