Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 74
MERKASTI BÓKMENNTAVIÐBURÐUR
A STOFNARI LÝÐVELDISINS.
1844
var Jón Sigurðsson fyrst
kosinn á þing.
1944
er endurreist lýðveldi á
Islandi.
IÓN SIGURÐSSON í RÆÐU OG RITI.
Þetta er bók eftir Jón Sigurðsson og um hann. Verk lians
hafa verið dreifð og óaðgengileg og flestum lítt kunn.
I þessa bók er í fyrsta sinn safnað úrvali úr ræðum og rit-
um þessa þjóðskörungs, og setti Vilhjálmur Þ. Gíslason
bókina saman og skrifaði formála fyrir henni og binum
einstölui þáttum.
Sterkasta vörn lýðveldisins á ókomnum árum verður andi
Jóns Sigurðssonar, eins og hann birtist okkur enn í ræðu
og riti. — Þeir, sem áhuga liafa á því að eiga þessa bók,
verða að vera við því búnir, að upplagið endist ekki lengi.
„HVER ER MAÐURINN?"
er nýung í íslenzkri bókaútgáfu — liók, sem fjöldi
manna liefur bcðið eftir með óþreyju árum saman.
Á rúmlega 800 þéttprentuðum, stórum síðum er
ÆFIAGRIP 3700 ÍSLENDINGA. —
Það er áformað, að 111. bindi rits þessa komi út að nokk-
urum árum liðnum. Ætlunin er sú, að í það verði teknir
þeir Islendingar, sem á 5. tugi aldarinnar hafa á einn eða
annan hátt skarað fram úr og gegna opinberum störfum,
—- ]). á m. þeir, sem hafa ekki nú komið í bókinni, en hefðu
átt að vera þar. Reynt verður að ná sambandi við trúnað-
armann í hverjum hreppi og við félög og einstaklinga í
bæjum og kauptúnum, svo að góðar heimildir verði fyrir
hendi um hvern og einn.
Bókaforlag FAGURSKINNA. Reykjavík.
GUÐM. GAMALIELSSON.
XVI
jóna