Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 35
er það ungviði, sein bera þarf úr vöggu sinni, andstætt
öðrum ungviðum, sem basla fyrstu ferðina á eigin limum.
Það mundi auðrakin nokkur liundruð orð, sem þróazt
liafa eftir ákveðnum lögum af sömu stofnum otf þessi tvö,
og fljótfundnir margir stofnar aðrir, jafn frjósamir og
frumstæðir, sem geta skotið greinum, er með þarf.
Orð Islenzkunnar geyma sögu þjóðarinnar, raunir liennar
og sigra, niðurlæging og upphefð, vegna þess hve þau eru
skýr og augljós — svo til óhreytt í þúsund ættliði. Þetta
finnunx við og sjáum óðara en litið er út úr bæjardyrum.
Hvað segja t. d. „ldað“ og „varpi“? Fornmenn hlóðu stétt
fyrir dyrum úli og' nefndu „hlað“. Þar rann vatn frá og
snjó sópaði brott. En sóðar seinni tíma vörpuðu skarni
og ösku fram af hlaðinu, svo að það sökk í „varpann“
og sú vilpa myndaðist við dyrnar sem opt má sjá enn í
dag'.
Vegna þess hve orðin eru lítið hreytt frá uppruna, verða
hugtökin skvr og augljós; íslenzkan verður andlega xák,
en bjöguðu systramálin fátæk. Tökum t. d. íslenzka orðið
„fátækt“ og danska orðið „Fattigdom“. Danska orðið er
lengra og meir samsett. En varla getur meiri mun auð-
legðar tveggja orða. Islenzka oi-ðið lj|,sir fátæktinni betur
en unnt væri í löngu máli á auðskilinn hátt. Munur hins
ríka og fátæka er öllu framar sá, að annar á færri tæki í
haráttunni fyrir lífinu. Þessi merking er alveg auðskilin
hverjum íslending, jafnvel þó að liann hafi aldrei heyrt
niálfræ'ði nefnda. Eg hygg jafnvel, að menntaður Dani
niundi eiga mjög örðugt með að skilja sinn eigin „Fattig-
dom“, þó að skýrður væri fyrir honum, án þess að leitað
væri til íslenzkunnar.
Þetta oi’ð og önnur, sem ég lief nefnt, eru ekki einsdæmi.
Af þeim má leiða algildar reglur.
HINN rökrétli, frumstæði skýrleiki tungunnar er dýr-
mætasti þjóðarauður Islendinga. Við einir geymum
og verndum alla speki hinna spökustu norrænu manna,
sem þeir hafa í orðin lagl um þúsundir ára. Listin og mann-
JÖRÐ 177
12