Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 30
Páll V. G. Kolka:
Lýðveld isljóð
Lýsi fögur frelsissól
fjaUatind og eyjasund,
faðmi öll hin byggðu ból,
blessað land, á þinni grund,
veri barni vöggngjöf,
veki blóm á dauðra gröf.
Feðratungan forn og snjöll,
felld í skorður ríms og máls,
hrein og skær sem haustsins mjöll,
lilý sem geislar arinbáls,
bergmál seiði úr hamrahlíð,
hljómi um fiskimiðin víð.
Hver í sinni slöðu og stétt
styðji lands og þjóðar hag.
Verndum íslands óðalsrétt
einum huga, nótt sem dag.
Frjáis sé lund og frjáls sé mund
fram á vora hinnslu stund.
Saga lands vors öld af öld
arfinn helga geyma skal.
Þó að hylji tímans tjöld
týndar grafir, fallinn val,
Fáni Íslands, frjáls á stöng,
frægður skal í Ijóði og söng.
172
JÖRÐ