Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 40
en þá, sem játa þær að öllu. Þannig er þessu einnig varið
nú. Þjóðernisleysi öfgaflokkanna sýkir að nokkuru alla
æskuna, þó að hún að mestu telji sig þeim andstæða. Að-
eins hinir sterkustu eru alveg ósnortnir af þeirri miklu
málsspillingaröldu, sem hin nýja efnishyggja hefur flutt
inn í landið. Mikill fjöldi „skálda“ fær prentuð ljóð sín
og sögur, en fáir ná þeim gullaldarstil, sem setti svip sinn
á bókmenntir 19. aldar. Urmull bóka er þýddur og meiri
lilutinn á mjög lélega íslenzku. Blaðamenn ná nú engir
upp úr mollukáfi meðalmennskunnar að stílgáfu, en hroð-
virknin keyrir fram úr öllu liófi. Stingur þetla mest i stúf
við það sem áður var, og er þeim mun skaðlegra, sem blöðin
eru að verða aðalleslur og andans fæða margra. Mbl. er
jafn sjálfsagt og morgundrykkur. Að vísu rita einstöku
afburðamenn, lielzl rosknir, enn í hlöðin, enda her still
þeirra þá langt af máli liinna eiginlegu blaðamanna.
I^YRIR .‘55 áruin var kennari að snúa úr Þýzku fyrir okk-
u'r, uemendur sína, nokkurum meginsetningum úr
efnafróeði. Yið lókum eftir því, að íslenzkan varð miklu
styttri en Þýzkan, og óskaði einliver eftir að fá að vita,
livað öll orðin þýddu. Við fenguin glögg og skýr svör um
flest orðin og fundum, að rétt var þýtt. En nokkur orð urðu
eftir, sem kennarinn sagði, að væru „meðal þeirra fjölda
mörgu þýzku orða, sem eiginlega þýða ckki rieitt." Mikið
var lirosað að þessari þverstæðu. Kennari þessi var
örlyndur, þróttmikill athafnamaður, fjarlægur öllu mál-
rófi, og vann stórvirki fyrir þjóð sina sökum óeigingjarnr-
ar elju og áhuga um ræktunarmál.
Ég lief oft iiugsað síðan um sannleikann í þverstæðunni
um orðin, sem ekkert þýða. E',lest nágrannamálin eru lang-
orð, með þvældar setningar. Islenzkunni eru slutlar og
ljósar setningar eiginlegar. Hver góður þýðandi verður að
stytta, sleppa orðum, sem ekkert þýða, er hann leysir setn-
ingaþvælur, t. d. úr Þýzku, og meitlar þær sundur í Ijós-
ar íslenzkar setningar.
Skýrleiki og rökvísi íslenzkunnar er ekki aðeins fólgin
182 jönn