Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 56
beitt í barnslegri einlægni og nieð staðfestu liins fullorðna
manns.
IÁTUM því, kæru landar, á þessum náðartíma þjóðar
J vorrar, vekjast til þakklætis við „Föður ljósanna“ —
og til þess að auðsýna þakklætið á þann hátt, sem. einn er
sannur: að reyna af hjartans alvöru, en jafnframt inni-
legu trausti, að nema það orð, sem fólgið er í lians góðu
gjÖfum.
EG HEF, háttvirtu landar, leyft mér, ótilkvaddur mað-
ur, að tala áminningarinnar orð á meðal yðar. Hvers
vegna? Af því að þjóðin sýnist andvaralítil og liáskinn er
gínandi á allar hliðar. Og af því, að Guð umlykur oss
einnig á allar liliðar og eyðir öllum liáska, — ef vér aðeins
losum liugann að nokkuru við bylgjulengd hins brigðula
og beinum honum að sama skapi að bylgjulengd hins
eilífa. — „Faðir vor, sem er í leyndum,“ vill sjálfur hafa
tal af oss — og eðlilegasta tal vort við hann, ef vér aðeins
þekktum hann, er — fagnaðarþrungin lofgerð.------Legg
eyrun við í hljóðleik hjartans: „Tala þú, Faðir! Barn þitl
hlustar....“ — Hann er nærgælinn og viss og ætlar oss
fagnaðarríka framtíð. Hann er — Faðir. Og vér — litlu
börnin hans. Komið til lians dagsdaglega og talið við liann
í barnslegustu einlægni og tiltrú undantekningarlaust um
allt, sem yður býr í brjósti. Biðjið liann um upplýsingu og
handleiðslu og að skapa i yður það, sem yður vanhagar
mest um. Og gangið síðan, upplyftu liöfði, eins og hjarl-
að bendir, tilbúin að heyra rödd hans — í atvikunum.
Þér fáið þá allt, er þér báðuð um — eftirtölulaust, átölu-
laust. Því hann er Faðir yðar — og þér lians elskuðu, litlu
börn. Lítil börn eru ekki krafin ábyrgðar, ef þau balda
sig að föður sínum, en þeirra er framtíðin. Vér eruni erf-
ingjar allra hluta og eilífs lífs. Lofum þvi Guð hátt og
í hljóði, í orði og athöfn og í Jesú nafni.
198
JÖBÐ