Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 12
leggi eyrun við slíkum boðskap og hvatarorðum? Er nokk-
ur furða þótt í hóp hennar sé nú byrjað að örla á gamla
ógiftusamlega kjörorðinu, sem forðum boðaði upplausn
liins forna Rómaveldis? — kjörorðinu: panem et circenses!
— „brauð og leiki!“?
Gr HEF, kæru áheyrendur, svarað öllum þessum spurn-
ingum fyrir mig, og ég býst við, að þér liafið þegar
svarað þeim fvrir yður. Ef svör yðar og skoðanir skyldu
nú vera hinar sömu og mínar — þær, að stjórnmála- og fé-
lagsmálabarátta þjóðar vorrar á hinum síðustu tímum
beri þess ótvíræð merki, að andi Sturlungaaldarinnar sé að
ná vaxandi tökum á þjóðinni og leiðtogum hennar — liinn
forni andi sundrungar, upplausnar og guðleysis — sá andi,
sem varð þess vaklandi, að liið forna þjóðveldi glataði
sjálfstæði sínu - niunum vér þá ekki öll fallast á, að það
sé óviðeigandi fvrir oss, að setjast nú niður við að flélta
sigursveiga? að minnsta kosti á höfuð vor?
NT EIGUM vér þá að láta þennan dag bera svip kvíða
ogvonleysis? Eigum vér að fara að brégða upp dökk-
um myndum á framtíðarbimni þjóðarinnar? Eigum vér
að flytja feigðarspár yfir sjálfstæði hins nýfædda lýðveldis?
Nei. — En oss ber samt í dag að gera þá játningu frammi
fgrir Guði, sem tcxli vor áminnti oss um — og vér böfum
nú gert. Öll þjóðin þarf að gera þá játningu. — Vér verð-
um öll að gera oss það vel ljóst, að sjálfstæði bins nýfædda
lýðveldis vors er í mikilli hættu þegar frá þess fyrsta degi.
— Og að þess mesta bætta stafar frá því, að vér eigum enn
óháða mjög erfiða baráttu — erfiðustu baráttuna, sem
mennirnir heyja — baráttuna við sjálfa oss — baráttuna
við eigingirnina, við bin skannndrægu stundarsjónarmið
vor og við hin tvistrandi öfl eðlis vors. Vér þurfum að lála
oss skiljast, að ef vér vinnum ekki sigur í þeirri baráttu,
er engin von um það, að þjóðin 1‘ái í framtíðinni varðveitt
sjálfstæði sitt. En vér verðum þá líka að gera oss ljóst, að
vér vinniun ekki þann sigur nema vér þiggjum leiðsögn
154 jörð