Jörð - 01.07.1944, Side 48

Jörð - 01.07.1944, Side 48
vinnulífsspilling ógnar þjóð vorri með falli á sléttri grund - án þess að við andstæðing sé að etja, — ógnar oss með háðulegu falli — vegna andlegrar eymdar og lítil- mennsku, — sem sigrandi þjóðir, er fórnað hafa svo að segja öllu í samtökum sigurs vegna, mundu í ófriðarlok horfa á með fvrirlitningu og andúð, — ef — ef vér tök- um ekki að átta oss á, að einnig v é r eigum alþjóð- legu hlutverki að gegna, — sem er hið sama og að vera i ada/atriðinu sjálfum oss trúir sem þjóð: Negla sérstöðu þeirrar, sem oss Iiefur verið útmæld, til að njóta hless- unar, — svo að vér verðum einnig færir um, þegar alþjóð- legur endurreisnartími gæti komið, að eiga hlut að þvi, að sú endurreisn og andleg samtenging þjóða takist raun- verulega og mistakist ekki. -— Vér, Islendingar, mun- um fara alveg á mis við bæði vort alþjóðlega lilutverk og þann þjóðlega blóma, sem bíður vor, — ef — ef vér töknm ekki að álta oss á hinni sérstöku aðstöðu vorri — til að hegra — hina eilífu rödd ■— úr hávaða heimsins. EÁUST DROTTINS brýtur sundur sedrustré“, — þeg- ' ar þjóðirnar, smáar sem stórar, kalla sjálfar jTir sig ógnirnar. En hvort skyldi rödd hans síður felast í mildi þeirri, sem vér, hin íslenzka þjóð, höfum verið aðnjótandi, heldur en í hrikalegum drunum og nístandi stunum, er fvlla e}rru annarra þjóða? Segir ekki í Ritn- ingunni: Drottinn var í hinum hliða hlæ?! Vér, íslendingar, höfum fram að þessu húið við lilut- skipti, sem miðað við kjör annarra þjóða, mætti fylla oss innilegu þakklæti og loftið, sem vér öndum að oss, þakkargerð. „ÖII góð gjöf er að ofan og kemur niður frá föður Ijósanna,“ segir í Ritningunni. En þegar „fað- irinn, sem er í leyndum", gefur sínar góðu gjafir, þá er gjöfin ckki öll þar, sem hún er séð. Hún er meira. Hún er — tjáning — gjafarans. „Faðir ljósanna“ tjáir sjálf- an sig í gjöfinni. Hann talar i henni. Og þakkir vorar f)rrir hana eru fánýtar, ef vér þökkum ekki með þvi einn- ig að reyna að nema mál gjafarans i gj'öfinni. Gjöfin 190 jörð

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.