Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 18
Og hvort. mundi liinn marghrakti öreigi, Bólu-Hjálmar,
hundeltur af lögum og rétti, hafa orðið gneypur við grana-
brettum erlendra mangara, þar eð hann sagði við guð sinn
og skapara:
En viljirðu ekki orð mín lieyra,
eilíf náðin guðdómlig,
skal mitt hróp af heitum dreyra
himinin rjúfa kringum þig.
Þeir menn, sem svo hátt virtu það, sem þeir unnu heit-
ast i þessu lífi, alþýðumenn á Islandi norður, sem lifðu
við skort, skilningsleysi og rangsleitni, livort mundu þeir
ekki sanna orðin Kasks, þau, að islenzkar bókmenntir og
andi islenzkunnar geti verið þess megnugur að útrýma
„kotungs- og kúgunaranda" og gefa mönnum metnað fyrir
sig og þjóð sina og ást á andlegum verðmælum liennar?
Ég er ekki ennþá kominn að Jóni forseta Sigurðssyni í
þessu ræðukorni, en það er ekki fyrir þær sakir, að mér
þyki vegur iians eða verðleikar minni en öðrum, heldur
veldur hitt, að mér þætti það miklu máli skipta, ef ég í
dag mætti gera öllum skiljanlegt, þeim er á mig lilýða —
og ekki kynnu að hafa liugleitt það áður — livað það er,
sem gerði honum og hinum frægu Fjölnismönnum og
öðrum vekjendum og aflvökum þessarar þjóðar það fært
að vinna þau stórvirki, sem þeir unnu, og hvað okkur ber
svo samkvæmt því að vernda og hvernig okkur að luiga
gagnvart þeim þjóðum, sem fjölmennari eru og' auðugri.
Og enn vildi ég minnast á einn mann, sem ég lel, að sýni
okkur þetta mjög gjörla. Ekki virðist mér síður vert að
minnast lians hér vegna þess, að hann var Vestfirðingur
og hefur hingað til verið vanmetinn og lians vangetið. Þarna
á ég við Jón Þorláksson úr Selárdal i Arnarfirði — og lengi
prest á Bægisá í Eyjafirði, en útgáfu ljóðmæla hans önn-
uðust Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson, og Jón skrif-
aði ævisögu lians framan við útgáfuna. .Tón Þorláksson
var gott skáld og hezt á sinni tið á frumort kvæði, en ekki
marka þau nein tímamót. Hins vegar réðst hann í að
160 JÖRD