Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 38
Fornbókmenntirnar liafa ætíð verið sá brunnur, sem þjóð-
in hefur getað úr ausið og haldið öllu limi tungunnar
grænu, hverjir niðliöggar sem hafa nagað ræturnar.
ÍÐHÖGGAR málsskemmdanna hafa jafnan komið utan
-k * úl' löndum. Eftir Sturlungaöld náði kaþólska kirkjan
meira valdi yfir liugum manna. Helzta hugsjón hennar
var að „guðslög“ væru ofar manna lögum. Guðslög hennar
voru söm um heim allan. Mannkynið allt skyldi vera ein
Iijörð með einn hirði, eitt ríki, guðsríki páfáns, og eitt
tungumál þess guðsrikis, Latínuna. Það leiddi af sjálfu
sér, að allt, sem aðgreindi þjóðirnar, var hákaþólskum
klerkum andstætt, og ekkert aðgreindi þær framar en þjóð-
tungurnar, enda rcðu lderkar því, að liinar lifandi þjóð-
tungur urðu ekki bókmál víða um lönd, fvrr en vald Kirkj-
unnar fór að þrjóta. En Islenzkan varð ekki alveg laus
undan valdi klerkanna, vöndun málsins minnkaði, erlendra
áhrifa tók að gæta miklu meira. Munkarnir rituðu bisk-
upasögur og helgra manna sögur með miklu meiri mærð
og orðflaumi en áður var títt. íslenzkan varð fvrir skenimd-
aráhrifum eigi aðeins frá Latínu, heldur einnig frá Þýzku
og öðrum málum. Þó eru allir þeir, sem hezt rita: og lifað
hafa öldum saman á vörum þjóðarinnar, íslenzkir i anda,
þótt einstök orð séu hlendin.
Á 18. öld kemur enn ný alda til landsins, sem veldur
málspjöllum. Náttúruvísindin höfðu farið sigurför um
heiminn. Margar hégiljur höfðu verið niður kveðnar. En
öfgar þeirra aldar voru efnishyggja sú, er nefndist skyn-
semistrú, og er Magnús Stephensen kunnastur fulltrúi
hennar hérlendis. Eins og öll önnur efnisliyggja, leil skyn-
semistrúin hagrænum augum á lífið, en sást yfir gildi and-
legra verðmæta. Fylgjendur hennar voru alþjóðlegir og'
hirtu litt um erfðavenjur, þjóðtrú og þjóðtungur. Þannig
voru „skynsemistrúarmenn“ hérlendis danskir og þýzkir
í máli, og réð mál þeirra, hin aumasta Islenzka, lögum og
lofum um 1800. Fjölnismenn og Sveinbjörn Egilsson tóku
við Iiinu íslenzka hókmáli í hinum verstu tötrum, en skil-
180 jökð