Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 52
ber vitni um —- og hæglega getur harðnað enn ....
„Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar." „Þeir
liafa ekki, þótt þeir þekktu Guð, vegsamað liann eins
og Guð né þakkað honum, heldur gerzt hégómlegir í
hugsunum sínum .... Þ e s s v e g n a — hefur Guð
ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra ....“ (Róm. 1. kap.).
Þeir liafa krafsað — krafsað til sín, liver um sig, alll
hvað þeir orkuðu; krafsað frá öðrum alveg eftir því,
sem framast varð við komið og' meira en nökkur stund-
leg forsjá var í, Iivað þá heldur eilíf. Þeir nefna sjálfir
ástandið, er atferli þeirra leiddi til, „algera styrjöld“
þ. e. styrjöld, er engu þyrmi. Þeir töluðu jafnvel fyrir-
fram og hreyknir um hina komandi „algeru styrjöld".
„Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar.“ Þeir
trúðu ekki Jesú Kristi og trúa honum ekki enn. Þeir
trúa ekki á þann Guð, sem hann opinberaði. í)g „hin
algera styrjöld“ — er ávöxturinn.
YLST yður, kæru landar, að þangað liggur vegur-
inn — óumflýjanlega, eða í aðrar álíka ógöngur — í
endalausar og æ versnandi ógöngur. . . .þaiigað liggur veg-
urinn, þegar ekki er skeytt um það, sem Jesús Kristur ávann
oss mönnum, er hann fórnaði sjálfum sér i einu og öllu
—- til þess að koma oss i samband — við innstu og víðfeðm-
ustu og sterkustu öfl tilverunnar .... til þess að koma
oss mönnum til sjálfra vor — þekkingarinnar á þvi, að
Guð allsherjar er Faðir — vor-------og að vér eigum að
læra að vera honum börn — læra að lifa í barnslegu sam-
félagi við voi-n raunverulega Föður, — hlusta á liann —
læra að skilja, að vér ernm — erfingjar — að stærri hlut-
um en oss órar flest fyrir; — lofa hann eins og litil
bcirn elskaðan föður eða móður; lofa hann eins og stór
börn, er rennir grun i hina undursamlegu framtíð, er
Faðirinn ætlar þeim — „frá einni dýrð lil annarar"; —
láta leiðast af honum?
Dylst yður, hvert vegurinn liggur, þegar ekki er skeytl
um eina mikilvæga tilhoð lífsins?
194
jöru