Jörð - 01.07.1944, Blaðsíða 43
þótti mér vont að hætla við þá ákvörðun mína að leila á
djúpmiðin og það varð úr, að ég héll áfram út á mið, sem
heilir Kögur.
l3egar hálfnað er að leggja, verður mér að orði við
sjálfan mig: „Liklega er nú nóg komið.“ Þá segir maður,
sem verið hafði á skipinu sumarið áður (ég var nýkom-
inn): „Hulda hefur nú liaft áfram i sama.“ Þetta varð lil
þess, að allt var lagt.
Við byrjuðum nærri þvi jafnskjótt að draga lóðina, en
alltaf livessti, og síðast var komið rok um allt.
Er við höfðum nær lokið að draga, slitnaði línan við
síðustu hotnfestina og lagði ég þrisvar að helgnum, en
þá var kominn stórsjór og kastaði hann skipinu svo frá,
að ekki náðist belgurinn. Þá hætti ég við og léla fara að
kasta öllu lauslegu niður í lestina, en einn maður var
hafður við til að loka lestarhlerunum, þegar mikið gaf á.
A meðan hélt ég bátnum upp í sjóinn, en þá var veðrið
orðið svo mikið, að bátnum sló flötum aðra stundina.
Allt i einu reis hár hrotsjór. Flaug ])á í hug mér, að
þessi sjór bryti á okkur, svo ég kalla: „Lokið hlerun-
um! Haldið ykkur!“ í sama bili dreg ég lilerann yfir
vélarrúmið, og var þá öruggt, að ekki kæmist þar sjór
niður. í þessu augnabliki finn ég koma vfir mig heljar
þunga, en missi strax meðvitundina. Hve lengi ég var
meðvitundarlaus, veit ég ekki; sennilega aðeins brot úr
mínútu. Þegar ég rakna við eða kom upp úr sjónum, sé
ég aðeins mastur fram undan. Skipið rak allt undir sjó,
eða svo sýndist mér. Hélt ég, að ég væri viðskila við skip-
ið, og varð mér að orði við sjálfan mig: „Guði sé lof, að
ég fékk að fara á stórri báru,“ en þær hafa mér alltaf
þótt tilkomumestar af því, sem ég hef séð.
I þessu finn ég, að eitthvað er undir hnésbótum mín-
um, en ég lá á bakinu i sjónum. Það eru þá járnrör, er
voru ofan á skjjólborðinu. Þá finn ég líka, að ég er með
eitthvað i höndunum og eru það stýrisböndin. A þeim
hafði ég mig inn fvrir borðstokkinn.
Xú fór sjórinn að grynnka á þilfarinu og kom þá í
Jörð 185