Jörð - 01.12.1945, Síða 21
JORÐ
225
ann, koma þau í alveg nýjan félagsskap. Ef til vill verða þau að
vera félagar barna, sem koma frá heimilum, er voru þess eðlis,
að þar var fátt gott að sjá og læra.
Börn eru ákaflega næm og áhrifagjörn, ekki aðeins á hið
fagra og góða, lteldur einnig og öllu fremur það, sem er ljótt
og spillir góðum siðum þeirra. Þess vegna jrurfa skólarnir að
vera vel á verði. Leggja verður mjög ríka áherzlu á, að hin
góðu áhrif skólans séu sem máttugust og víðtækust. Betra er,
að bóknámið sitji á hakanum, en að barnið vanti það vegar-
nesti, sem geri jjað haeft til að mæta viðfangsefnum lífsins, þeg-
ar að Jrví kemur, að það verður að standa á eigin fótunr og ó-
stutt á torfærum vegum lífsbaráttu og lífsreynslu og vera mann-
félaginu lióllur þegn.
Enginn vafi er á Jrví, að fjöldi kennara og æskulýðsleiðtoga
skilja Jretta vel. Og ég er þeirrar skoðunar, að á síðari árum sé
Jretta að verða skólamönnum landsins æ ljósara. Hjá þvi verður
ekki komizt, að skólarnir yfirleitt láti sig skipta hið innra upp-
eldi, ef vel á að fara. Það er farið að leggja mikla áherzlu á að
kenna umferðarreglur í skólum stórbæjanna. Umferðarregl-
urnar, sem að gagni koma úti á vegum lífsins, mega ekki
gleymast.
Þetta Jnarf að brýna fyrir nemendum á hverjum einasta degi.
Það Jrarf að kenna daglega umgengni. Það Jrarf að kenna,
hvernig koma skal fram sem háttprúður og kurteis maður og
kona. Það þarf að kenna ráðvendni og drengskap í viðskiptum.
Það þarf að kenna iðjusemi, sparsemi. Það er mjög mikilvægt
að brýna fyrir Jreim, sem ungir eru, að nota tómstundirnar vel
og réttilega. Það Jrarf að innræta barninu liugsjón liins hreina
lífernis. En ekkert af Jressu er unnt að gera nema því aðeins,
að hægt sé að setja hinum ungu fyrir sjónir og innræta Jreim
háa siðferðishugsjón. Hennar Jrarf ekki langt að leita. Hún er
þegar gefin heiminum og er fyrir sjónum allra manna.
í kristindóminum er fegursta útsýn mannssáiarinnar. Það,
sem á ríður öllu fremur, er að opna alla skóla lands vors fyrir
anda og krafti Jesú Krists. Vér getum aldrei alið upp fagra,
glæsilega og göfuga kynslóð, ef vér lokum liann úti.
(Niðurlag á bls. 349).
15