Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 46
JÖRÐ
250
Mannkynið hefur síðustu árþúsundin verið á því þroska-
stigi að geta tekið við upplýsingu um eðli og tilgang lífsins, um
þau hin æðri lífslögmál, sem því er ætlað að læra að lifa eftir,
til þess að verða, í lylling síns tíma, fært um að flytjast á æðra
stig þróunarinnar. En nú er auk þess komið svo þekkingu þess
á leyndardómum náttúrunnar, tækni þess og Iiæfni til að skipu-
leggja starfskrafta sína, að bersýnilegt er, að þar að er rekið, að
hrökkva verði eða stökkva. Það liggur í augum uppi, að það
tvennt getur ekki lengur larið saman: öll sú mikla og æ örar
vaxandi útvortis geta og innri maður, sem ekki hefur tekið
nálægt því samsvarandi framförunt. Það virðist hljóta að liggja
hverjum manni í augum uppi, að mannkynið geti ekki annað
en farið sér að voða, með jteirri ytri þekkingu, tækni og skipu-
lagningarmegu, sem Jrað hefur nú í hraðvaxandi nræli yfir að
ráða, — nenra Jrað snúi sér, snöggt og ákveðið, að því að gefa
sig á vald æðri lögmálum lífsins: kærleikanum, hógværðinni,
lítillætinu og öðrum hinunr æðri og orkunreiri félagsdyggðunr.
Og til Jress er aðeins ein leið: leið Jesú Krists: Kasta sér með
trúnni í faðnr hins eilífa Föður, Skaparans, og biðja Hann að
skapa Jrað í oss, sem á vantar, — viðurkenna ætterni sitt: að vér
nrenn erum Guðs ættar, eigunr Hann allir að Föður, erunr inn-
byrðis systkin og öll samarfar eilífs lífs og allra hluta — lrlíta
fyrirmælunr Föðurins, er lrann sagði úr skýinu á unrnryndunar-
fjallinu við postulana Jrrjá: „Þessi er nrinn elskaði Sonur —
lilýðið á hann.“-------
YIÐ höfðunr fáeina daga verið útvarpslaus á Hálsi, aðseturs-
stað nrínunr sl. sumar, er ég í 2. Ágústvikunni fór snögga
ferð til Akureyrar. Þar hlustaði ég á lrádegisútvarp. Og það
voru nú fréttir í lagi. Fréttir! Ég hef aldrei á æfi nrinni heyrt
aðrar eins fréttir, — Jrað er víst og áreiðanlegt. Hið snögga ó-
friðarupphaf 1914 var að vísu óskapleg frétt. Innrás Þjóðverja
í Pólland 1. September 1939, í Danmörku og Noreg 9. Apríl
1940, leiftursóknin inn í Frakkland, innrásin í Rússland — allt
voru Jretta óskaplegar fréttir — og mætti svo lengi telja. En ég
hekl ekki, að hinar stærstu framangreindra frétta komist í
hálfkvisti við fregnina, sem ég heyrði á Akureyri í hádegisút-