Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 51
JÖRÐ
255
allsnægtunum fyrirsjáanlegu, óðs manns æði, þegar skilyrði
þess, að allsnægtirnar nýtist, og snúist ekki beinlínis upp í
gereyðingu, er óraskanleg, og þar af leiðandi ósmásmuguleg,
stilling og samtök. — Með kjarnorkunni má, er tímar líða, —
e. t. v. fyrr en varir — ekki aðeins l)úa til, í margfalt stærri og
fullkomnari stíl en áður, allt, er mikla orku þarf til og menn
hafa þegar stundað, heldur vafalaust einnig gerbreyta yfir-
borði, loftslagi og útliti sjálfs linattarins.
Allt þetta, ásamt hinni yfirnáttúrlegu áhættu og ábyrgð, er
því fylgir sem biksvartur skuggi björtu s(')lskini og þegar hefur
verið vikið að í erindi þessu — allt virðist þetta óhjákvæmilega
muni hafa þau áhrif jafnt á yfirborð Jarðarinnar sem rnann-
kynið sjálft, að varla muni of í lagt að telja nýtt lífsögutímabil
alveg fyrir dyrum------þ. e. a. s. verði ekki lífinu gereytt af
Jörðinni. Það er rneira en hugsanlegt, að vor eigin kynslóð eigi
eftir að lifa umskiptin,---að því leyti sem hún þá ekki færist
við þau.
Hvað sem því líður, er líklegt að gera megi ráð fyrir um-
skiptum í lífsskilyrðum núlifandi kynslóðar, er sambærileg séu
þeinr breytingum, sem fram að þessu hafa gerzt — ja — ætli sé of
í lagt að segja á undangengnum 1000 árum — eða jafnvel
meira? Undir öllum kringumstæðum verður hér lagt svo mikið
á andlegan, siðferðilegan og félagslegan þroska mannkynsins,
að frá almennu sjónarmiði sýnist mér miklu líklegra, að allt
fari í handaskolum hjá því og valdi Jrað þeim eyðileggingum,
sem gera má sér grein fyrir, hversu stórar yrðu, með því að nota
tvenns konar mælikvarða: Annar og sá augljósari er gífurleiki
kjarnorkunnar. Hinn mælikvarðinn er hin örlögþrungna, and-
lega og siðferðilega ábyrgð, sem því hlýtur að vera samfara, að
ráða yfir svo óskaplegum kröftum — og vera sjálfur valdur að
því, hvort þeir snúast til lífs eða dauða.
HVAÐ er augljósara en það, að sé til æðri heimur, — eða
Guð, — eða hvort tveggja, er unnt sé að leita fulltingis
hjá, — þá sé nu að því komið, að neyta verði þess fulltingis af
öllu sínu hjarta og af allri sálu sinni og af öllum mætti sínum
°g af öllum huga sínum?