Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 35
33
JÖRÐ
sem raunar allt af fylgir því að geta séð hið þrönga sjónar-
mið, sem aðrir athafna sig út frá.
Sú skírsla, sem þannig veitist, verður til þess, að heimur-
mn sést frá nýju sjónarmiði. Sjónarmiði, sem hafið er hátt
upp yfir al.lt, er nefnist sársauki og hræðsla. Maður er svo
osnertanlegur, að hatrið, sem sprettur af ótta, missir alla fót-
festu. Og allir, sem annars hafa staðið manni nærri, þokast
fjær. og maður sendir þeim að eins augnablik ástúðlega kveðju;
en hitt, sem þangað til hafði einungis verið blá fjöll í fjarska,
færist nær og fyllir upp al.lt sjónarsviðið.
Jesús hefur fundið gervallt líf sitt þéttast til hvítglóandi
kraftar við síðustu samanþjöppunina af öllu því máttugasta,
sem í honum bjó. Maður er á þeirri stundu stórt, titrandi dýr,
algerlega hreint. Þar er enginn skuggi, ekkert hatur, ekki
óropi af tryllingi, því að slíkt getur með engu móti þrifist
i svo algerum hreinleik og einfaldleik. Á þeirri stund er engin
úamla, engin smástífla hvað þá meir í huga manns. Það er
h'klega þess vegna, sem hann fyllist af tilfinningum um sælt
frelsi. Það er sem hjartað opnist og fram vaxi ofurlítil, undur-
samleg græn jurt. Og yfir manninn færist innfjálgur friður
°g hugarhvolfið hækkar og hækkar. Þegar ég var með þeim,
datt mér allt i einu í hug: „Þið ættuð að vera stundarkorn
lrieð mér úti í skógi að fella tré. Þá munduð þið um stund,
að minnsta kosti, sjá svolítið inn í tilverudjúpin og verða
varir þeirrar óendanlegu auðlegðar, sem umlykur ykkur á
alla vegu.“ Og mér datt í hug: „Æ'tli þeir hafi nokkurn tíma
séð mánann spegla sig í skógartjörn?"
(Eftir uppgjöf Þjóðverja fannst i Vestra-fangelsi miði eftir
Eim. Þar var m. a. skrifað það, er nú verður greint. Vítað er,
°ð hann var skömmu áður, en þetta var ritað, borinn með-
vitundarlaus upp i klefa sinn eftir pyndmgar.)
Á marz 1945.
í gær sat ég við borðið og horfði forviða á hendurnar á
mér. Þær skulfu. Síðan hef ég verið að hugsa um þetta merki-
lega, sem komið hefur fyrir mig. Undir eins á eftir fann ég
3