Jörð - 01.09.1946, Side 87
JÖRS
85
Englendingurinn var orðinn æstur, en þar sem honum þótti
vænt um piltinn, reyndi hann að stilla sig. „Þér verðið að skýra
málið betur,“ sagði hann rólegur. „Mistök! Þið eruð alltaf að
gera mistök. Ætlið þér mér að fara að leiðrétta blaðsnepil, sem
einhverjir efnafræðingar í Osló og Glasgow gefa út? Leiðrétta
einhverja stærðfræðilega skekkju? Hvað í ósköpunum ætlizt
þér til, maður?"
„Ég vil að þér útvegið samband við alþjóðaútvarpið þegar í
stað. í kvöld. Að minnsta kosti einn klukkutíma. Ég verð að
fá tækifæri til að leiðrétta skekkjuna.“
Polt lávarður úthverfðist. „Eruð þér frá yður! Alþjóða....“
„En þetta eru mjög alvarleg mistök, það getur verið að allt
velti á nokkrum klukkutímum, ef til vill er það þegar orðið
um seinan."
„Um seinan! í guðanna bænum, hvað er orðið um seinan?“
„Að koma í veg fyrir mjög örlagaríkt slys,“ sagði Chandra
og brosti dauflega. „í guðanna bænum, eins og þér segir, gerið
það sem ég bið um.“
Brezka utanríkisráðuneytið hafði ekki sent Polt lávarð til
Indlands vegna þess að hann var skapstirður, heldur vegna
gáfna hans. Eftir stutta þögn segir hann: „Athugið þetta, Chan-
dra. Ef þessi mistök eru svona alvarleg eins og þér segið, því
skyldi ritskoðunin þá hafa sleppt þeim í gegn. Því er látið
prenta þetta?“
Það skein í hvítar tennur í brúnu andliti unga mannsins.
Aðeins sá, sem þekkti Indverja til hlítar, gat séð, að það þýddi
meira en venjulegt bros. „Það eru svið bæði innan stærðfræð-
innar og eðlisfræðinnar, sem aðeins örfáir menn í heiminum
eru færir að dæma um — sem aðeins örfáir menn hafa unnið að
og rannsakað. Hér er um að ræða eitt slíkt. Og þetta er ein af
ástæðunum fyrir, að það er fávísi að ætla sér að rannsaka og
ritskoða niðurstöður vísindanna eins og venjuleg sendibréf."
Þeir þögðu. Englendingurinn þurrkaði sér á nýjan leik.
„Chandra! Ég held, að yður hafi orðið eitthvað illt í þessum
óstjórnlega hita. Til þess að komast aðalþjóðaútvarpinu, hvort
heldur það er í kvöld eða síðar, þarf sér taka fyrirskipun frá
London. Og ég mundi allra sízt fara fram á slíkt til að láta yður