Jörð - 01.09.1946, Side 92
90
JÖRÐ
höfðu möguleika til að bjarga. Og Evans þekkti einn slíkan,
nefnilega forseta Bandaríkjanna. Hann íhugaði stundarkorn,
Jivort það mundi vera mögulegt að fá forsetann til að rjúfa
alþjóðaþögnina og segja öllum heiminum að gera ekki svo
eða svo, reyna ekki þetta. Og segja heiminum það, enda þótt
það mundi kosta Bandaríkin að öllum líkum uppljóstrun
mikilsverðra upplýsinga.
Að lokum stóð Evans á fætur. Hann fór í símann og pantaði
sæti í sjölestinni til Washington. Hann gerði Charlie Trent
orð um að útvega sér viðtal við forsetann þegar um morgun-
inn. Svo fór hann að róta í gömlu fatarusli í kofortsgarmi og
að lokum fann hann það, sem liann leitaði að, skammbyssu
og öskju með skotum. Enginn mundi leita á honurn. Hann
var of vel þekktur í Hvíta húsinu. Það gat verið, ef forsetinn
tryði honum ekki, að hann gæti þá ógnað honum með skamrn-
byssunni til að gefa ákveðnar fyrirskipanir í borðsímann. Hann
fann á sér að forsetinn mundi ekki trúa sér.
Evans brosti raunalega. Þessi tilraun mundi án efa mis-
heppnast. En ef til vill gæti hún þrátt fyrir það komið að gagni.
Hún mundi vekja athygli og ef til vill fá opnað augu manna
fyrir að hér væri hætta á ferðum. Hugmyndin með byssuna
var görnul og átti rót sína eð rekja til stigamannakvikmynda
frá gamalli tíð. En einnig byssan var gömul og úrelt. Jafnvel
skammbyssur áttu nú aðeins heima á forngripasöfnum. Hann
ldóð byssuna og af tilviljun rak hann augun í, að hún var búin
til í Worchester, Massachusetts----.
WORCHESTER var ekki lengur til og Massachusetts ekki
heldur. Ekki Nýja England. Svæðið frá Champlainvatn-
inu og Hudsonánni niður að Atlanzhafi liét nú orðið Eyði-
mörk Nýja Englands. í Sahara eru vinjar. Hér vantar þær.
Borgir höfðu horfið, — eftir aðeins grjóturð. Á einstaka
stað sáust menjar húsa, hálfeyddir veggir eða leifar eldstæða.
Það, sem ekki hafði beinlínis eyðst, hafði brunnið og bráðnað
í þessum geigvænlega hita. Ekkert líf gat lengur þróast í þess-
ari ógnarauðn, livorki jurtir eða dýr. Allt var tómt. Enginn
veitti lengur vatnavöxtunum í Connectionánni eftirtekt. Þeir