Jörð - 01.09.1946, Page 104
102
JÖRÐ
stækka að sama skapi. Þetta verður niðurstaðan, ef við teljum
skýringuna á flutningi Línanna í litrófi vetrarbrautanna stafa
af hraða þeirra frá okkur. Þegar heimurinn var 1 árs gamall,
var t. d. Jörðin í 70 metra fjarlægð frá Sólinni og stærð hennar
og Sólarinnar að sama skapi minni en nú er. Allir mælikvarðar
hafa breyzt, og er þessi fjarlægð miðuð við það, að við hefðum
getað mælt þennan heim með okkar mælikvarða. En það, sem
ekki hefur breyzt, er tíðni ljóssins. Ljósið flytur með sér orku,
og er orka þessi í ákveðnum skömmtum, ljósskömmtum, en
stærð skammtsins er háð tíðni Ijóssveiflanna. Ef slíkur ljós-
skammtur hefði farið af stað frá vetrarbraut, þegar heimurinn
var eins árs, og væri nú fyrst að koma til Jarðarinnar, Jrá
mundum við nú telja bylgjulengdina nálægt því tvo kílómetra,
Jrótt Ijósið hafi upphaflega haft bylgjulengd, sem sýnilegt ljós
hefur nú, eða nálægt því einn tíuþúsundasta hluta úr milli-
metra. Þetta ljós væri algjörlega ósýnilegt og ómælanlegt fyrir
okkur. Kjarnbreytingar efnanna fara t. d. eftir tímamælikvarða
Jreint, sem hér er gert ráð fyrir.
En við getum einnig lagt svonefndan dynamiskan tíma til
grundvallar. Sá mælikvarði fæst, ef gert er ráð fyrir því, að
heimurinn sé ekki að Jrenjast út. Þá fæst, að fortíð heimsins sé
óendanleg, en lögun heimsins verður töluvert frábrugðin Jdví,
sem við venjulega gerum okkur í hugarlund. Skýringin á því,
að ljós frá fjarlægum vetrarbrautum er öðruvísi en ljós þeirra,
sem nálægar eru, verður sú, að frumeindirnar hafi eitt sinn
verið öðruvísi en nú, Jr. e. sent frá sér öðruvísi ljós.
Nú virðist svo, sem geislun fylgi annarri tímamælingunni, en
hreyfing efnisins hinni. Þegar um nokkrar milljónir ára er að
ræða, verður munurinn lítill, en þegar farið er að reikna í
hundruðum milljóna ára verður mjög mikill munur.
Fyrri heimsmyndir hafa annað hvort gert ráð fyrir því', eins
og áður var sagt, að heimurinn hafi verið skapaður með núver-
andi mynd á ákveðnnm tíma í fortíðinni, eða þá að hann hafi
ávallt verið til í svipaðri mynd. En eftir kenningu Milnes breyt-
ist heimurinn eftir því sem tíminn líður. Heimurinn þróast og
ekki er um stöðuga endurtekningu að ræða. Þótt heimurinn,
frá vissu sjónarmiði sé óendanlega gamall, þá hefur hann þó