Jörð - 01.09.1946, Side 152

Jörð - 01.09.1946, Side 152
150 JÖRÐ ing'um öðrum fremur. Virðist nú urgur Dana í vorn garð mjög að líða hjá, en það ber einnig að þakka afstöðu margra góðra og víðsýnna drengja þeirra sjálfra á meðal — og svo áliti því, sem áðurgreindir fulltrúar íslenzkrar menningarstarfsemi hafa áunnið þjóð vorri í utanförum og íþróttakeppni heima fyrir. Er þetta þeim mun þakkarverðara sem nú er kornið að með- ferð raunverulegs vandamáls í viðskiptum íslendinga og Dana, þar sem er krafa Islands um, að skilað verði íslenzkum handrit- um og öðrum merkum gripum, er ýmist flæmdust héðan eða borgið var til Kaupmannahafnar á þeim tíma, er þjóð vor var, meðfram vegna danskrar óstjórnar á málefnum hennar, niður- sokkin á örbirgð. Hér er um að ræða svo rammþjóðleg menn- ingarsöguleg verðmæti, að segja má, að þjóð vor geti aldrei að fullu fundið sjálfa sig né innt af hendi menningarsögulegt lilutverk sitt í heiminum, nema að kröfu þessari verði látið. Hitt verður þó að skiljast, að hér er engu að síður til mikils ætlast af dönsku þjóðinni, er hefur með alúð gætt þessara menningarfjársjóða og eftir föngum gert þá alþjóðlega arð- bæra og síður en svo gert íslendinga afskipta í meðferð þeirra. Það er sem sé ætlast til, að þeir viðurkenni ónotalegan sann- leika í mjög stóru máli, sýni hógværð og hjartanlegt lítillæti. Er að vísu öllum skylt, er svo ber undir, að láta slíkt í té, en þó ávallt mjög þakkarvert, þegar sú skylda er innt af hendi, og mun ekki algengt í milliríkjaviðskiptum. Fyrir Dönum stend- ur og sérstaklega erfiðlega á, vegna liins almenna ástands með þjóðinni, sem fyrr var að vikið í grein þessari og hlýtur, af al- þekktum ástæðum, að bitna öðrum fremur á íslendingum. En verði réttlátlega leyst úr þessu máli og auðnist Dönum að auð- sýna í því sanngirni og skilning, þá er þar með lagður fram sá stórmannleikur, er verða mun þeim til frægðar og til for- dænta talinn víða um lönd. Og mundi það, ásamt vitundinni um að liafa breytt rétt, draga Dani drjúgt til að ná því jafn- vægi, sem þá hefur löngum prýtt og til fyrirmyndar verið og þeir eiga vissulega skilið að njóta. VÉR íslendingar megum hins vegar alls við gæta sjálfir að ná nauðsynlegu jafnvægi í þjóðlífi voru, sem mjög skortir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.