Jörð - 01.09.1946, Page 152
150
JÖRÐ
ing'um öðrum fremur. Virðist nú urgur Dana í vorn garð mjög
að líða hjá, en það ber einnig að þakka afstöðu margra góðra
og víðsýnna drengja þeirra sjálfra á meðal — og svo áliti því,
sem áðurgreindir fulltrúar íslenzkrar menningarstarfsemi hafa
áunnið þjóð vorri í utanförum og íþróttakeppni heima fyrir.
Er þetta þeim mun þakkarverðara sem nú er kornið að með-
ferð raunverulegs vandamáls í viðskiptum íslendinga og Dana,
þar sem er krafa Islands um, að skilað verði íslenzkum handrit-
um og öðrum merkum gripum, er ýmist flæmdust héðan eða
borgið var til Kaupmannahafnar á þeim tíma, er þjóð vor var,
meðfram vegna danskrar óstjórnar á málefnum hennar, niður-
sokkin á örbirgð. Hér er um að ræða svo rammþjóðleg menn-
ingarsöguleg verðmæti, að segja má, að þjóð vor geti aldrei að
fullu fundið sjálfa sig né innt af hendi menningarsögulegt
lilutverk sitt í heiminum, nema að kröfu þessari verði látið.
Hitt verður þó að skiljast, að hér er engu að síður til mikils
ætlast af dönsku þjóðinni, er hefur með alúð gætt þessara
menningarfjársjóða og eftir föngum gert þá alþjóðlega arð-
bæra og síður en svo gert íslendinga afskipta í meðferð þeirra.
Það er sem sé ætlast til, að þeir viðurkenni ónotalegan sann-
leika í mjög stóru máli, sýni hógværð og hjartanlegt lítillæti.
Er að vísu öllum skylt, er svo ber undir, að láta slíkt í té, en
þó ávallt mjög þakkarvert, þegar sú skylda er innt af hendi, og
mun ekki algengt í milliríkjaviðskiptum. Fyrir Dönum stend-
ur og sérstaklega erfiðlega á, vegna liins almenna ástands með
þjóðinni, sem fyrr var að vikið í grein þessari og hlýtur, af al-
þekktum ástæðum, að bitna öðrum fremur á íslendingum. En
verði réttlátlega leyst úr þessu máli og auðnist Dönum að auð-
sýna í því sanngirni og skilning, þá er þar með lagður fram
sá stórmannleikur, er verða mun þeim til frægðar og til for-
dænta talinn víða um lönd. Og mundi það, ásamt vitundinni
um að liafa breytt rétt, draga Dani drjúgt til að ná því jafn-
vægi, sem þá hefur löngum prýtt og til fyrirmyndar verið og
þeir eiga vissulega skilið að njóta.
VÉR íslendingar megum hins vegar alls við gæta sjálfir að
ná nauðsynlegu jafnvægi í þjóðlífi voru, sem mjög skortir