Syrpa - 01.12.1911, Síða 3

Syrpa - 01.12.1911, Síða 3
SYRPA. FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENT- AÐAR SÖGUR OG ÆFINTÝR OG ANNAÐ TIL SKEMTUNAR OG FRÓÐLEIICS. I. Arg. 1911. 2. Hefti Jólanótt frumbýlingsins. Eftir BALDUR JÓNSSON. (Brot). T T T I í helmyrkri næturinnar er vindurinn á ferð. Hann feyk- ir snjónum um jöröina, leggur hann í fellingfar og breiöir liann yfir slétt- una, eins og snjóhvíta, flekklausa líkblæju. Hann hvíslar í runnunum og þýtur í trjátoppunum. Allstaöar flytur hann sama boöskapinn; skam- degúsboöskap kuldans og þjáning- anna. Vindurinn er ekki einn á ferö. Frumbýlingurinn hefir einnig átt er- indi út á sléttuna þetta kvöld. En þeir eiga ekki leiö saman. Vindur- inn kemur frá heimkynnum jökla og ísa og heldur til suðurs. Hann fer á vængjuni, er norðri hafði geliö honum, fyrir dygga þjónustu í þarf- ir kuldans og frostsins. Nýlendu- búinn gengur í fang honum. Beint móti ísköldum blæstri vita hans og vængja. Aðrir virðast ekki vera á ferð þessa nótt. Þeir eru ólíkir ferðalangarnir. Þó vindurinn sýni óbifanlegan vilja- kraft og virðist beita honum öllum til að koniast til suöursins; eins og vilji hann þíöa þar vængi sína og verma klaliakrumlur sínar, liefir liann enga sál, eða er það stuna frá sorgþrungnu brjósti, sem heyrist í trjánum? Býður satnvizka hans hon- um að hylja glæpi sína með líkblæj- unum köldu? En ferðamaðurinn, sem verður að gera sér að góðu, að ganga eftir líkklæðum sléttunnar, hefir sál. Einkanlega í kvöld bera hugsanir hans einkenni mannlegs sálarlífs. — Það er aðfangadags- kvöld jóla. Hann er einn og í ó- kunnu landi. Hvernig' má þá ann- að vera, en sorgin, vagga manns sálarinnar og móðir alls þess, sem göfugast og háleitast fæöist í hug- skoti mannsins, sé hans ósýnilegur förunautur. Þungt sækist ferðin. Snjófinn

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.