Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 4

Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 4
66 SYRPA veröur æ dýpri og vindurinn blæs liraðar, naprari með hverju líðandi augnabliki, eins og vilji hann neyða útlendinginn til að gefa sér gaum. Ekki er að undra þó eins mikillát- um herra og vindinum, finnist virð- ingu sinni misboðið, að svolítilmót- legur einstæðingur skuli ekki falla fram og tilbiðja,eða að minsta kosti sýna þess merki, að hann er í ná- vistum við konunglegan sendiboða. En hann virðist ekki hlýða boði vindsins eða hanni. Hann hefir að vísu vafið yfirhöfninni þéit að sér, og reynt að hlúa að sér sem bezt á annan hátt, en það gerði hann áður hann yfirgaf heimili nágranna sinna og hélt heimleiðis. Eins og maður sem gengur í svefni þrammar hann áfram, beint móti nístandi nepjunni, lítandi hvorki til hægri né vinstri. Hann lifir í heimi sinna eigin minninga, síns eigin saknaðar, von- leysishúmi þrár sinnar. Þegar minst er á þrá, kemur í huga yðar mynd af ungurn manni, sem alt lífið hefir fyrir framan sig og býður hvers augnabliks nteð eftirvæntingu, til að henda það á lofti og bæta með því einum steini í höll gæfu sinnar. Ilér er enginn unglingur á ferð. Nýlendumaðurinn er hniginn áefra aldur. Hans þrár eru ekki lengur bundnar við framtíðina. Þær eru bjargþungar óuppfyllanlegar þrár liðna tímans. Þetta er þriðji veturinn haris á sléttunum. Þá fiutti hann frá æsku- heimilinu í fjalldalnum íslenzka. Frá staðnum þar sem þrár hans höfðu vaknað. Þar sem hann hafði slitið beztu kröftum sínum,svo börn hans og brúður mættu njóta þeirra þæg- inda, sem íslenzkt sveitaheimili hef- ir að bjóða. Nú reikar hann um slétturnar vestrænu, sólríkar og gleðiauðgar á sumrum, en svo afar kuldalegar í faðmi vetrarins. Langt, langt burt er nú vornótt- in íslenzka, fljótið straumþungt og tröllaukið, kveðandi þrótt og þor í hug manna, lindin svalandi silfur- tær, hoppandi niður hlíðarnar, stein af steini, milli blómbryddra bakka, meðan fuglarnir, nýhvíldir eftir dauðþreytu ferðalagsins til átthag- anna ógleymanlegu, fylla loftið þús- undum lofsöngva; þeir gleynia aldrei að leggja sína munarblíðu söngva- fórn á altari ástarinnar. Hann er jafn lar.gt frá vetrarnóttunum nor- rænu, með allrf þeirra ógleymanlegu dýrð. Norðurljósum dansandi í ljós- ofnurn glitskykkjum fegurðargj’ðj- unnar sjálfrar, leiftrandi snæljósum, blikandi skautasvellum ogsnarbrött- um skíðabrekkum. Hann er þó ekki að bera saman í huga sínum dalinn og sléttuna. Ó- líklegt hann geri sér grein fyrir hve mikil álirif breytingin í náttúrunni í kring um hann hefir á huga hans, laðar fram minningarnar og lætur söknuðinn nísta sál hans. Hugsun lians öll er eitt einasta orð: Aleinn. En þetta eina orð liggur sem hel- þungt bjarg á hjarta hans. Er hann þá ekki að halda heim til sín, heim í frumbýlingskofann á sléttunnir' Svo er að sönnu. Þar bíða börnin hans tvö. Bíða þess að veita honum gleðilega heimkomu, gera þessi jól honum gleðilegjól. En hvar er móðirin? Lágt leiði, með nokkurum bláfjólum og fáein- um eilífðarblómum, segir þann þátt sögunnar. Það stendur í kirkju- garðinum í dalnum fjarlæga. Sorgin hafði fylgt dauðanum með sinni alþektu trúfesti, inn áheimilið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.