Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 8

Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 8
70 SYRPA að það gæti ekld látið sig' grjöra. Væri bezt að hver inni það verk sem honuni væri ætlað og ef Sigga gæti ekki komist til messunnar, nema með því að hætta við smölunina, þá væri henni bezt að sitja heima við verk sitt og fara hvergi. — Fann húsfreyja að bóocli bjó yfir köldu geði og sá kost sinn vænstan að orð- lenga þetta ekki meira við hann. Ekki þorði Þorsteinn heldur að smala fyrir Sigríði, sökum föður síns, þótt hann feginn vildi. Það vissi hann að myndi hleypa föður sínum í enn meiri skapólgu, IV. Á sunnudagsmorguninn vaknaði Sigríður þegar klukkan var hálf gengin 6. Hún klæddi sig í snatri. Setti þunnan skýlu-klút á höfuð sér og bjó sig léttilega. Tryggur,smala- hundurinn hennar, sem ætíð hafði fylgt henni eftir í blíðu og stríðu á öllum smalaferðum hennar í þessi þrjú ár,reis upp úr eldhúsbyngnum, þar sem hann lúrði ætíð á nóttunni, gekk til hennar, néri gíifulega höfð- inu upp við hana og dillaði skottinu þegar hún gekk fram göngin. Hún gekk inn í búrið og gaf honum að lepja graut og mjólk úr hundaask- inum, en sjálf tók hún sér hálfa fiat- köku af brauði, fékk sér smjör við henni, drakk bolla af mjólk og hélt svo af stað. Það var komin kafníða þoka, sem byrjaði spölkorn fyrir ofan bæinn og skildi því eftir breiða bekki auða beggja megin við dalsána. Sigríði brá í brún þegar hún kom út og sá hvers lcyns var. Þegar þokan hagaði ferðum sínum eins og hún nú gjörði, var hún hvað hættulegust því að þá rofaði hvergi í hana í öllu fjallinu,fyrri en kom upp undir eggina, en þar var líka sól og heið- ur himinn, og þegar þangað var komið Iá þokan eins og óendanlegt ólgandi töfrahaf fyrir sjónum manns, skínandi af perlu- og kristalls-borg- um, sem sífelt tóku myndbreyting- um. Og fjallstindarnir og jökul- topparnir, sem standa upp úr þoku- hafinu alt í kring og baðast afbrirn- löðri þokunnar, líta út eins og ara- grúi af eyjum út á rúmsævi. Þegar þolcan tök höndum saman yfir dalsána, þá var þokupallurinn mikið neðar í fjalljnu ogþví auðveld- ara að smala. En nú var ekki til neins að fást um það. Þokunni þóknaðist nú að haga ferðum sínum á þennan hátt, og móti henni mátti enginn mæla nema vindurinn, hans orð tók hún æfinlega til greina. En þeim virtist koma mjög vel saman þennan morgun, því hann hreyfði ekki við henni, en oftast nær hrakti þó hafgolan hana burtu seint eða snemma að deginum. En hafgolan kom oft svo seint, að smölunnm varð það ekki að neinu liði, nema þegar vantað hafði og þeir voru í eftirleit, þá var hún æíinlega vel þegin, hvenær sem hún kom. „Ó, eg er svo hrædd um að það vanti hjá mér í dag, ef þokuna birt- ir ekki. — Og það einmitt núna í dag,þegar eg ætlaði til kirkjunnar11, sagði Sigríður hálf hátt við sjálfa sig, um leið og hún gekk hröðum skrefum upp hæðirnar ogbrekkurn- ar, og stefndi fram á Þverárdal, því þangað höfðu ærnar langmest sótt, það sem af var sumrinu. Tryggur leit á hana spyrjandi augum ogsperti eyrun,eins oghann héldi að hún hefði verið að tala við sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.