Syrpa - 01.12.1911, Síða 15

Syrpa - 01.12.1911, Síða 15
ILLAGIL 77 ljós. — Já, ef til vill! En mundu þær nokkurntíma komast 'útí dags- ljósiö undan klakahjúpi hörkunnar, sem eins og huldi hans innra og ytra mann? Því var ekki hægt að svara. Tíminn meö atvikum sínum varð aö leiða það í ljós. Skyldu nú annars fornu fyrirmæl- in koma fram í ættinni? Að Illagil yrði þeim hættulegt eða niáske að fjörtjóni! Hvað það var voðalegt! Og Sigga litla, sem var altafáferð- inni upp í Hömrunum, næstum á hverju máli. — En han.n gat engu ráðið. Gat ekkert gjört. Hvað hann var mikill aumingi! Svefninn seig á augu hans og tók hann með sér inn á land draumanna. Þorstein dreymdi að hann stæði úti á bæjarhlaðinu, klæddur í spari- föt sín. Sigríður stóð hjá honum í hversdagsfötunum. Var hún öll blóði drifin og sorgbitin mjög. ,,Því ertu svona Sigga mín?“ spurði hann. Hún svaraði því eigi, en benti á föður hans, sem var að slátra lambi inn í skemniu þar á hlaðinu, og voru hendur hans allar blóði storknar. ,,Kystu mig, kæri Steini“, mælti hún angur-blíðum bænarrómi og skein djúpur harmur úr augum henn- ar. Þá sá Jiann að varir hennar voru líka blóðugar og varð honum felmt við, og starði á hana forviða, án þess að hreyfa sig né svara neinu. ,,Faðmaðu mig“, sagði hún svo lágt að það heyrðist varla, og sá hann tár glitra í augum hennar. ,,Geturðu ekki þvegið fyrst af þér blóðið Sigga mín?“ spurði Þorsteinn hálf utan við sig. Hún svaraði eigi, en andvarpaði þungt og bjóst að ganga burt frá honum, og runnu tárin niður kinnarnar. Þá gleymdi hann blóðinu, sneri sér að henni og sagði: ,,Farðu ekki elsku Sigga“, og svo kysti hann hana og faðmaði. ,,Elsku Steini minn! Nú er blóð- ið horfið fyrir áhrif ástarinnar. Líttu á. Þá sá hann að það var burtu og Sigríður stóð hjá honumspariklædd. ,,Viltu ekki gangameðmérspotta- korn Steini“, spurði hún björt og töfrandi. ,,Jú,æfinlega ganga meðþérSigga tnín“, svaraði hann. Og svo leidd- ust þau norður og upp frá bænum og aldrei á æfinni fanst Þorsteini að sér hafa liðið eins vel og þá. Alt í einu voru þau komin að Illa- gili, norður og upp við hamrana. Þau gengu pfan í gilið. Þá sá hann hlið mikið á bergi einu háu fyrir of- an þau, en inn af því lá salur ljósum Ijómaður. ,,Þetta er kirkjan“,sagði Sigríður. Þá sá Þorsteinn að frá hinum enda salsins komu tveir menn og báru á milli sín líkkistu. ,,Hvað á þetta að þýða?“ spurði hann. ,,Manstu eftir gömlu sögunni um vinnumanninn og bóndasoniun, frænda okkar, sem hröpuðu í Illa- gili?“ spurði hún. Þorsteinn kvaðst það muna. „Þessir tveir menn, sem þú sérð, eru þeir, en þessa kistu sem þeir bera á milli sín ætla þeir mér“,mælti hún dapurlega. ,,Við skulum fara héðan“, sagði hann og var órótt innanbrjósts. ,,Eg má ekki fara, því þeir bíða mín í kirkjunni“, mælti hún. ,,Þá fer eg líka inn með þér“, sagðihann. ,,Nei það máttu ekki góði Steini“,

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.